Lokatölur árið 1983. yfir 1500 bátar á skrá

Eins og þið hafið tekið eftir þá hef ég verið að birta af og til aflatölur frá árinu 1983.


nú er ég endanlega búinn að fara í gegnum alls 24 þúsund skjöl af aflaskýrslum frá árinu 1983 og allar aflatölur eru komnar í hús.

ætla aðeins að hendast í smá um þetta

Langar að bæta að að skráin sem ég er með er ansi stór og ég get ekki birt hana alla hérna,

aftur á móti ef þið viljið komast yfir hana þá er ég tilbúinn til þess að útbúta skjalið þannig að ég geti sent viðkomandi það 

í netpósti  gegn vægu verði. sirka 1000 kr .  Allir bátar eru nafngreindir og hægt að sjá öll veiðarfærin og róðranna

ef þið hafið áhuga sendið þá netpóst á gisli@aflafrettir.is  eða þá á facebook,  annaðhvort aflafrettir á facebook eða þá Gísli reynisson 

 Bátar
 Alls eru á skrá hjá mér 1469 bátar og eru þeir allt frá litlum trillum og upp í hefðbunda vertíðarbáta.  reyndar eru trollbátarnir ekki inní þessu því þeir voru sér

alls lönduðu þessir bátar um 201 þúsund tonnum af afla.

Dæmi.  Glaður NS 115 með 84,1 tonní 94 róðrum en þetta er smábátur

Mummi GK frá Sandgerði 766,1 tonní 80 róðrum ,, humar og síld ekki innifalin í þessu,m

 Humar

 106 humarbátar voru á humri árið 1983 og lönduðu þeir alls 2459 tonnum af óslitnum humri,

aflahæstu bátarnir voru frá Hornafirði og var Haukafell SF aflahæstur með 57,6 tonn af humri.  Æskan SF kom þar á eftir með 55,8 tonn,'

 Togarar

 Þið hafið séð togaranna en þeir voru um 110 og lönduðu alls um 340  þúsund tonna afla,

 Trollbátarnir,
 Þá er verið að tala um báta sem voru einungis á trolli allt árið, ekki á humri, rækju eða síld

þeir eru voru um 10 og lönduðu alls rúmum 9 þúsund tonnunm 

 Rækja og skel

 Þetta er saman í flokki og var alls landað' um 27 þúsund tonn

af þessu þá var skelin 14500 tonn og rækjan um 12500 tonn.  

í þessu var að landað var á Hólmavík Rússarækju um 90 tonnum og var þetta í fyrsta skiptið sem landað var rækju sem fékk þetta viðurnefni Rússarækja

utan við þetta þá voru nokkuð loðnuskip sem voru á rækjuveiðum,

 Loðna

 Loðnubann var mest allt árið 1983, enn loðnuveiðar voru leyfðar í nóvember 1983 og var veiði mjög góð.

loðnubátarnir stunduðu margvíslegar veiðar árið 1983.,  net,  lína, troll, síld, rækja og síðan loðnuna.  

mjög fáir loðnubátar fóru ekkert á loðnu eða síld, t.d Beitir NK og Sjávarborg GK.

Hákon ÞH var aflahæstur bátanna árið 1983 með rúm 7 þúsund tonn.  og var loðna af þ ví 5500 tonn,  síld 488 tonn og trollið 1050 tonn

má geta þess að Hákon ÞH landaði mestum hluta af sínum trollafla á Grenivík,

 Síld

 Það  má skipta síldarbátunum í 3 flokka,

Nótarbátar,

Reknetabátar 

og lagnetabátar sem iðulega voru minni bátar.    Njáll RE fiskaði vel af síld í lagnet, en hann var með 102,6 tonn og landaði öllu á Ólafsfirði,

Auðbjörg EA var með 175 tonn sem landað var á Ólafsfirði og Seyðisfirði.  mest 31,6 ton í löndun,

Af  nótabátunum þá var Hrafn Sveinbjarnarson II GK hæstur með 681 tonn í 13.

Happasæll GK  658,2 tonní 8 og Geir Goði GK 646,1 tonn í 6 róðrum.  má geta þess að Geir Goði GK landaði öllum afla sínum í Sandgerði 

og Happasæll GK landaði um 300 tonnum í Sandgerði.

og af reknetabátunum þá var Sæunn Sæmundsdóttir ÁR með 682,3 tonn í 20 róðrum .


Hákon ÞH Mynd Guðni Ölversson