Lúxusvandamál í mokveiði hjá Eymari á Ebba AK
Fiskur útum allt, eins og sjómenn segja mér. og það hefur sýnt sig núna frá áramótum að mokveiði hefur verið í netin og á línuna.
Bátar sem stunda netaveiðar hefur fækkað gríðarlega mikið, en þó eru nokkrir einstaklingar sem stunda netaveiðar
og einn af þeim er Eymar Einarsson sem gerir út Ebba AK frá Akranesi.
Eymar hefur gert út báta frá Akranesi í yfir 30 ár og verið ákaflega fengsæll.
Núverandi Ebba AK hefur Eymar gert út síðan 2007, en þar á undan gerði hann út bátinn sem í dag heitir Sara ÍS
Eymar rær með aðeins 27 neta eða í 3 trossur, enn þrátt fyrir það þá hefur verið mokveiði hjá honum,
sem dæmi að í fyrsta róðri bátsins á þessu árið 2023,( 3 janúar ) þá fékk Ebbi AK 10,3 tonn í aðeins eina trossu, og fór í land með aflann
fór svo aftur út og fékk 9,2 tonn í hinar 2 trossurnar.
samtals 19,4 tonn í aðeins 3 trossur.
Síðustu 5 ár þá hefur þorskkvótinn verið skorinn niður, þvert á það sem sjómenn eru að upplifa, því þeir upplifa að miklu meira magn sé að þorski
í sjónum enn Hafró vill láta vera, en það stefnir í að kvótinn verði aukinn enn þó ekki meira en um tæp 14 %.
Hafró hefur undanfarin 30 ár eða svo notað svokallaða togararall og netarall til þess að mæla stofnstærð þorsksins, og reikna kvótann út frá því.
Akranes
Eitt sinn var mikil útgerð á Akranesi, enn fyrir um 10 árum síðan þá hættu margir útgerð frá Akranesi, enn Eymar sem og Eiður Ólafsson sem átti ÍSak AK
héldu áfram að gera út, en reyndar er Eiður búinn að selja sinn bát til Eskju ehf á Eskifirði, og er því Eymar svo til einn eftir á Akranesi sem er með einhvern kvóta
enn því miður þá eru menn eins og hann sem eru í útgerð sjálfir svo til að detta út, og þessi þróun er mjög dapurleg.
sem dæmi um þetta má nefna að á Raufarhöfn þá var þar útgerð sem gerði út bátanna Nönnu Ósk ÞH og Nönnu ÓSk II ÞH. Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði
keypti útgerðina og kvótinn var fluttur yfir á Sandfell SU og Hafrafell SU. þar með lauk þeirri útgerð frá Raufarhöfn.
Sófalíf, nei takk
enn eins og Eymar segir, að núna er hann orðin 73 ár og hann hefur engan áhuga á því að liggja latur í sófanum heima við.
á meðan hann hefur heilsu og gaman af þessu þá mun hann halda áfram.
en lúxus vandamálið núna er að það er svo mikill fiskur að eiginlega vandræði að ákveða hversu mörg net á að fara með, enda kvótinn svo til að verða búinn hjá Ebba AK, sem þó
var um 180 tonn miðað við þorskígildi.
Til að mynda núna í mars, þá er Eymar búinn að fara í 4 róðra , og kominn með tæp 30 tonn, og mest 13,3 tonn í land í einni löndun
Ebbi AK mynd Fiskimóttakan á Akanesi