Magnaður árangur hjá Nýliðanum Sævari á Guðrúnu GK
Þá er lokalistinn fyrir færabátanna árið 2022 kominn hérna á Aflafrettir.is
þetta var mjög gott ár hjá færabátunum og sérstaklega var það slagurinn á milli Sævar og Sævar sem vakti kanski hvað mesta athygli
hérna er verið að tala um bátinn Sævar SF sem að Ómar Frans Fransson frá Hornafirði gerir út
og hinsvegar Guðrúnu GK sem að Sævar Baldvinsson í Sandgerði gerir út.
Ómar á Sævar SF er nú ekki óvanur því að vera aflahæstur enn hann var það t.d árið 2021 með mikla yfirburði,
og má kanski segja að hann sé kóngurinn á færaveiðum.
Nýliðinn
Sævar á Guðrúnu GK er aftur á móti alveg nýtt nafn í toppslagnum., og til að bera saman bátanna árið 2022
þá tók ég saman stöðuna á hverjum lista fyrir sig
Langt á milli bátanna.
og sést að framan af þá var ekkert sem benti til þess að Guðrún GK myndi ná að slást við Sævar SF um að vera aflahæstur því að lengi vel
þá var Guðrún GK í sæti númer 46 til 35, á meðan að Sævar SF var í sætum 2 og 3.
haustin hafa undanfarin ár ekki verið mikill handfæratími, en Sævar á Guðrúnu GK réri mjög duglega um haustið og svo vel
að hann var einn af tveimur færabátum sem réru á milli hátíða., hinn var Hjörtur á Stapa ÍS.
og það verður að segjast eins og er að árangur Sævars á Guðrúnu GK er mjög athyglisverður svo ekki sé meira sagt, klifra upp listann frá 46 og alla leið í 2 sætið
með aðeins 5 tonna mun á milli þeirra tveggja,
Það sem gerir þennan árangur hjá Sævar á Guðrúnu GK ennþá merkilegri er að þetta er í fyrsta skipti sem að hann gerir út á færum allt árið
og þvilíkt ár verður að segjast.
en það má geta þess að Guðrún GK veiddi reyndar meira enn Sævar SF árið 2022, því að báturinn fór nokkra róðra á grásleppu og var því heildaraflinn
hjá Guðrúnu GK 131,3 tonn árið 2022.
Guðrún GK mynd Gísli Reynisson
Sævar SF og Guðrún GK | |||
Listi númer | Sævar SF sæti á lista | Guðrún GK, sæti á lista | Munur á milli bátanna í tonnum |
lokalistinn | 1 | 2 | 5.29 |
23 | 1 | 2 | 6.8 |
22 | 1 | 2 | 11.18 |
21 | 1 | 2 | 16.5 |
20 | 1 | 3 | 20.61 |
19 | 1 | 7 | 30.55 |
18 | 1 | 7 | 28.42 |
17 | 1 | 7 | 24.8 |
16 | 2 | 10 | 27.71 |
15 | 3 | 13 | 21.13 |
14 | 3 | 13 | 20.95 |
13 | 3 | 35 | 32.42 |
11 | 2 | 39 | 34.22 |
10 | 2 | 42 | 38.04 |
9 | 2 | 45 | 31.41 |
8 | 2 | 46 | 27.61 |
7 | 3 | 42 | 27.55 |
6 | 9 | 13 | 4.1 |