Magnús SH fékk Vogmær í dragnótina

Hafið í kringum Ísland er eins og óplægður akur, þrátt fyrir alla þá tækni sem skip, togarar og bátar hafa


þá er aldrei hægt að vita nákvæmlega hvað er undir viðkomandi bát eða skipi.

mjög mikið líf er í sjónum, og af og til slæðast fiskar í veiðarfæri báta og togara sem eru mjög sjaldséðir,

Magnús Darri Sigurðsson skipstjóri á Magnúsi SH var veið dragnótaveiðar í Ísafjarðardjúpinu 3,5 sjómílur NA frá Bolungarvík.

þegar þeir voru að hífa eitt halið um borð þá sáu þeir mjög furðulegan fisk.

um var að ræða fisk sem ekki oft kemur í veiðarfæri báta.  þessi fiskur heitir Vogmær,  og fiskurinn sem kom í 

dragnótina hjá Magnúsi SH var 6 kíló af þyngd og um 1,4 metra langur.

Hvað var gert við fiskinn?, 
 jú þessi fiskur endaði ekki á fiskmarkaði enda svo til enginn markaður fyrir svona fisk

heldur endaði hann hjá Hafró sem kom og tók fiskinn og verður hann frystur og sýndur á furðufiska sýningu á sjómannadaginn.

En hvaða fiskur er þessi vogmær?.

þessi fiskur er mjög séstakur,  mjög langur, en að sama skapi mjög þunnvaxinn.  þessi fiskur lifir mjög djúpt í hafinu því hann hefur veiðst á allt að

900 metra dýpi.  og kemur helst í veiðafæri eins og botnvörpu og flotvörpu.  

fiskurinn getur orðið mjög langur eða allt að þriggja metra langur.  enginn veiði er af þessum fiski og því er nytsemi af fisknum enginn,

síðan árið 2007 þá hefur ekki miklu magni af vogmær verið landað á Íslandi, samtals aðeins um 190 tonn.

Reyndar þá hafa skip frá Færeyjum landað um 1000 tonnum af þessum fiski sem veitt var í Íslenskri lögsögu,

 Mjög lítið af fisknum komið á land 
árið 2024 þá hafa komið á land af þessum fiski aðeins 3,5 tonn, og er það allt frá uppsjávarskipunum nema þessi 6 kíló sem Magnús SH kom með

þar sem Magnús SH er á dragnót þá hefur vægast sagt mjög lítill afli af Vogmær borist á land, síðan 2008 hafa aðeins 43 kíló komið á land

frá dragnótabátum , og áður en Magnús SH kom með þennan fisk þá þarf að fara aftur til október árið 2013, þá kom Jóhanna ÁR með 

fisk sem var 4 kíló að þyngd

Það má svo bæta við að aflinn hjá Magnúsi SH þennan dag sem hann kom með Vogmærina var um 9,7 tonn






Magnús SH mynd Guðmundur St Valdimarsson

Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisso