Makríllöndun í Keflavík,2018

Nú er makrílvertíðin 2018 hjá færabátunum kominn í gang, og óíkt fyrri vertíðum þar sem að bátarnir gátu mokveidd makríl svo til við bryggjuna í Keflavík þá er hann dreifðari núna og meira þarf að hafa fyrir því að ná honum,


það var mikið stórstraumsflóð þegar ég átti leið um höfnina í keflavík og þá voru þrír bátar þar að landa

Lómur KE sem er þarna aftastur, en það er gamli Örninn ÓF .  

Bergvík GK sem var með um 3,9 tonn og er það fyrrum Daðey GK

og Siggi Bessa SF 






Myndir Gísli Reynisson