Málmey SK 241 tonn á 3 dögum. ,2017
Eins og greint var frá hérna á síðunni varðandi mokveiðitúrinn hjá Málmey SK
Þá þegar ég gerði hann þá miðaði ég við löndunardaga á fiskistofunni þegar ég tók saman höfn í höfn
En eins og ég ef alltaf sagt Aflafrettir eiga bestu lesendur á landinu og það höfðu nokkrir samband og sögðu mér aðeins frá þessum risatúr,
Togarinn að veiðum á miðum sem kallast Flugbrautin og þangað er einn sólarhringur í stím frá Sauðarárkróki.
Þetta gerir það að verkum að það fór 2 dagar í siglingu og því voru veiðidagarnir aðeins 3.
þetta er ótrúlegur afli því að þá er þetta 80 tonn á dag miðað við veiðidaganna, enn 48 tonn miðað við höfn í höfn.
Þetta er alveg rosalegur afli að ná 80 tonnum á dag og greinilegt að um borð í Málmey SK er samheldin og hörkumannskapur sem nær að vinna vel saman, því án þess væri þetta ekki hægt að afkasta svona miklu magni á einum degi.
Málmey SH Mynd Bergþór Gunnlaugsson