Málmey SK langt yfir 1000 tonn í janúar!,2018
Fiskiðjan á Sauðárkróki hefur gert út undanfarin ár 2 ísfiskstogara. Málmey SK og Klakk SK. Reyndar er saga ísfiskstogaranna frá Sauðárkróki miklu lengri, því að hún nær alveg um 40 ár aftur í tímann. Togarar eins og Skafti SK. Skagfirðingur SK. Drangey SK, Hregranes SK og núna síðast Málmey SK og Klakkur SK eru allt nöfn á togurnum sem hafa verið gerðir út frá Sauðárkróki,
Núna í janúar þá hefur reyndar aðeins einn ísfiskstogari verið gerður út. Málmey SK. nýjasti togarinn þeirra Drangey SK var á Akranesi enn þar var verið að setja í skipið vinnslulínur og kælisnigla eins og er í Málmey SK. Drangey SK er kominn til Sauðárkróks og áhöfnin sem var á Klakki SK er búinn að vera að vinna í Drangey SK,
Þetta hefur þýtt að Málmey SK hefur eitt og sért þurft að sinna stóru fiskvinnsluhúsi þeirra Fiskiðjumanna á Sauðárkróki núna í janúar
og það má segja að þeir hafi gert það með þvílíkum glæsibrag.
Því alls hafa þeir á Málmey SK landað um 1190 tonnum núna í janúar í aðeins 5 löndunum eða 238 tonn í löndun. stærsti túrinn um 253 tonn.
Til samanburðar þá er næsti íslenski togari á eftir Málmey SK og er það Engey RE sem er með 662 tonn eða yfir 500 tonnum minni afla enn Málmey SK. Yfirburðir Málmeyar SK núna í janúar eru vægast sagt svakalegir og þurfti að fara alla leið lengst til Norður Noregs og finna þar Normy Mary sem landar í Honnigsvag nyrst í noregi sem var kanski að fiska svipað og Málmey SK gerði. Norma Mary var þó með 1016 tonn í 4 túrum og var því samt 180 tonnum á eftir Málmey SK.
Aflafrettir eru búnir að skrifa nokkrar fréttir um þetta ævintýri hjá þeim á Málmey SK núna í janúar.
Málmey SK mynd Vigfús Markússon