Málmeyjarmenn í þróunarvinnu á nýju trolli,,2017
Undanfarin ár þá hefur verið mikið um breytingar í íslenskum sjávarútvegi, og þá aðalega í mikilli endurnýjun togaranna hérna á landinu. þetta má segja að hafi byrjað þegar að frystitogurunum Helgu Maríu AK og Málmey SK var breytt yfir í Ísfiskstogara.
Streamline fiskitrollið er sett upp að mestu leyti úr Safír NG Compact neti sem er slitsterkara og núningsþolnara en hefðbundið grænt PE net. Með því að nota SNG efnið eins og það er kallað þá er hægt að grenna niður sverleika á neti í trollinu og með því minnka flatarmál netsins sem skilar sér í því að trollið verður léttara í drætti.
Höfuðlínan og aðrar línur í trollinu eru úr Dyneema Duo efni fyrir utan fiskilínu og gafllínur sem eru úr keðju. Dyneema Duo efnið er mjög slitsterkt og núningsþolið. Á höfuðlínuna eru svo notaðar 9,5“ Hydro Dynamic trollkúlur (golfkúlur) sem eru sérstaklega framleiddar fyrir Ísfell og Selstad í Noregi og hafa mikinn styrk og flotkraft. Með þessu móti er hægt að fækka kúlum á höfuðlínunni og hreyfing og flökt á höfuðlínu verður með allra minnsta móti, mótstaða verður einnig minni þar sem kúlurnar eru færri ef miða er við að nota hefðbundnar 8“ trollkúlur.
síðan er búið að vera að betrumbæta það á ýmsan hátt eins og Rúnar segir hérna frá að neðan
Það er margt smátt sem búið er að gera varðandi Streamline trollin og margar smáar breytingar sem miðað hafa að jafna straumflæðið um trollið sem minkar viðnám og ánetjun einnig styrkja ákveðna hluta í því og láta allt vinna saman.
Má þar nefna ferðir í tilraunatank, hvernig línur eru uppsettar,hvernig það er kúlusett , hvernig Rokkhopperinn er uppsett og grandarasetningin framan við.Allt verður þetta að vinna saman.
Fæst af þessu hefði gengið svona upp ef manskapurinn á Málmey hefði ekki áhuga á þessu og væru ekki með í þessu úti á sjó og inni á verkstæði enda trollið nánast orðið viðhalds laust í samanburði við önnur troll.
Enginn vill vera uppi á dekki að gera við troll ef hægt er að hugsa um gæði aflans og frágang.
Málmey SK-1 hefur sýnt að STR 590# er sennilega fjölhæfasta trollið sem verið er að nota hér í dag,STR 590# tekur það sem fyrir því er og hentar fyrir allar fisktegundir
Einnig eru tvö systurskipin nýju hjá ÚA og Samherja að nota STR 590# með afburða árangri og Fisk-seafood tekur svo tvö STR 590# á þriðja systurskipið
Ferlið hefur tekið langan tíma og við erum enn í því ferli með margar hugmyndir misgáfulegar en allar skoðaðar enda stefnum við allir að skapa kjör veiðarfæri.
Allt er þetta gert í rólegheitum og við breytum engu bara til að breyta og gerum eina breytingu í einu, við erum ekki að finna upp hjólið eins og stundum er verið að reyna.
heldur reina að finna alla kosti veiðarfærisins draga þá fram og aðlaga það að okkar notagildi ,það hefur tekist vel með STR 590# og erum ekki hættir að að bæta það
Kostnaðar munurinn milli trolla er lítill liggur í endingu, efnisvali og uppsetningu við STR 590# sem skilar sér strax og rúmlega það í fyrstu veiðiferð, allar samanburðartölur vegna afla og hversu létt það er í drætti sína það
Það skilar sér margfalt til baka að vera með STR 590# vegna lítils viðhalds engin ánetjun og manskapurinn að vinna í fiski þar sem gæðin skipta öllu máli
Málmey SK Mynd Guðmundur Rafn Guðmundsson
Gullver NS Mynd Jónas Jónsson
Kaldbakur EA mynd Guðmundur St Valdimarsson