Máni ÞH á Húsavík,2016
maður er alltaf að ferðast um landið. er núna í Hringferð og er ákkúrat núna staddur á Stöðvarfirði. þegar ég kom hingað í bæinn þá voru Auður Vésteins SU og Gísli Súrsson GK að fara út á sjóinn,
var í húsavík og var þar að bíða eftir hópnum mínum sem var í hvalaskoðun ekki voru nú margir bátar á sjó, enn þó kom þarna einn bátur sem ég reyndar sá ekki fyrr enn of seint.
var það Máni ÞH sem Þórður Birgisson á og gerir út,
var hann að koma úr ýsuróðri við Flatey og var aflinn um 1,7 tonn.
Þórður er búinn að ver að róa á Mána ÞH núna í júlí og hefur landað tæpum 11 tonnum í 6 róðrum og þar af 3,4 tonn í einni löndun,
smellti mynd af Mána ÞH vera að landa sem er tekinn úr rútunni sem ég er á, og sjá má á myndinni hinn bátinn sem Þórður á, nefnilega Inga ÞH sem er rauði báturinn þarna fremst á myndinni. Leiðinda þoka var þarna á Húsavík þegar myndin var tekinn,
Máni ÞH og Ingi ÞH mynd Gísli Reynisson