Mannbjörg er Einar Guðnason ÍS strandaði,2019
í Ágúst árið 2018 þá kom til Suðureyrar nýr bátur sem áður hafði heitið Indriði KRistins BA. Var sá bátur skírður Einar Guðnason ÍS eftir fyrrum skipstjóra frá Suðureyri,
Aflafrettir skrifuðu frétt um bátinn þegar hann kom nýr til Suðureyrar, enn hann hafði komið í staðinn fyrir Gest KRistinsson ÍS sem líka er bátur sem var skírður í höfuðið á skipstjóra frá Suðureyri,
Einar Guðnason ÍS er búinn að fiska nokkuð vel núna í nóvember og t.d komist mest með um 19 tonn í róðri, þeir fóru á sjóinn um hádegisbilið frá Suðureyri og fóru sem leið liggur vestur af Hornbjargsvita, enn þangað er um 5 klukkustunda stíma frá Suðureyri.
þegar þeir voru á landleið núna um miðnætti þá vildi það óhapp til að báturinn strandaði við Gölt við utanverðan Súgandafjörð þegar þeir áttu mjög skammt eftir í land.
Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni þá kemur fram að stjórnsstöð barst tilkynning um kl 2200 að bátur hefði strandað við Gölt. Sjóbjörgunarsveitir landsbjargar voru kallaðar út sem og þyrlan. TF-EIR.
TF EIR kom á vettvang kl 23:42 og hófst þá áhöfn þyrlunnar að bjarga áhöfn bátsins sem taldi fjóra menn.
tókst að bjarga öllum úr bátnum og voru þeir fluttir til Ísafjarðar.
Björgun tókst vel og enginn slasaðist.
Báturinn sjálfur skorðaist á milli kletta og braut nokkuð á bátnum en hægur vindur var á svæðinu en þónokkur alda.
Varðskipið Týr er væntanlegt á strandstað í fyrramálið og verða aðstæður skoðaðar með tilliti til þess hvort hægt verði að ná
bátnum af strandstað.
Myndir frá Landhelgisgæslunni
Einar guðnason ÍS með 19 tonn núna í nóvember