Mannbjörg varð þegar að Hadda HF hálfsökk


Það er mikið um að vera í Sandgerði núna þessa strandveiðivertíð.  um 60 bátar eru að landa þar , og einn af þeim er báturinn Hadda HF.

Þessi bátur er glænýr, var smíðaður og kom á flot í maí árið 2023.  

báturinn var einn af mörgum sem fór á sjóinn núna í nótt 16 maí, en kl 02:42 barst neyðarkall frá skipstjóra bátsins

sem jafnframt er eigandin af bátnum um að báturinn væri að sökkva sex sjómílur norðvestur af Garðaskagavita.

Björgunarsveit Sigurvonar í Sandgerði fór út á bátnum Ásgrími S Halldórssyni, skipstjóranum af bátnum var bjargað af 

öðrum strandveiðibáti, og sá bátur silgdi til Sandgerðis með skipstjórann sem var orðin kaldur 

Habba HF sökk reyndar ekki enn hún maraði í hálfu kafi og áhöfn björgunarbátsins Ásgríms S Halldórssonar 

náði að draga bátinn til hafnar í Sandgerði og kom þangað um hálf átta leytið í morgun.  

Þess má geta að nafnið á bátnum Hadda. kemur frá móður eigandans af bátnum.  sem hét Halldóra Þorvaldsdóttir 

frá Landakoti í Sandgerði en maður hennar var Árni Árnason

en þau Hadda og Árni gerðu lengi vel út bátinn Hjördísi GK frá Sandgerði, en sá bátur sökk árið 1990, mannbjörg varð í því sjóslysi

Báturinn Hadda HF 52, en númerið 52 sem er á bátnum

 segir til um hvenær Þorvaldur ÁRnason sem á bátinn var fæddur.  enn hann slapp ómeiddur úr þessu sjóslysi

en ekki er vitað um hvað gerðist en báturinn er eins og segir glænýr
Myndi Gísli Reynisson