Margir á Suðurleið

Eins og kanski oft hefur verið skrifað hérna um , og kanksi menn pirrast á , enn þá eru línumiðin


útaf Sandgerði ein þau elstu línumið landsins.  og kanksi enginn furða.  það má rekja veiðar á línu þarna fyrir

utan vel yfir 100 ár aftur í tímann.

það var greint frá því að Daðey GK hefði verið fyrstur beitningavélabátanna til að koma suður og veiðin 

hjá honum var mjög góð  og hefur báturinn nú landað um 26 tonnum í 3 róðrum.  

Sævík GK kom næstur á eftir honum 

Þorskurinn er byrjaði að láta sjá sig, enn þó nokkuð hefur verið af ýsu í afla bátanna í haust,

enn t.d í fyrsta róðri hjá Sævík GK sem þá var hann með 2,4 tonn af þorski og 2,8 tonn af ýsu, auk aukaafla


enn núna þegar þessi orð eru skrifuð þá er mikil lest á leiðinni suður,

að austan eru Jón Ásbjörnsson RE og Margrét GK á leiðinni,

enn líklega mun Jón Ásbjörnsson RE fara til Þorlákshafnar,.

Að vestan er Geirfugl GK að koma, enn hann kom reyndar fyrir rúmri viku síðan og byrjaði í Breiðarfirðinum.,.

enn er að færa sig Suður núna þegar þetta er skrifað.

Sá sem kanski á lengstu siglinguna fyrir höndum er áhöfnin á Dóra GK því þeir koma alla leið frá Siglufirði 

og þegar þetta er skrifað þá eru þeir búnir að sigla í um 14 klst og rétt að koma í Ísafjarðardjúpið.  

Eins og ávallt þá segja Aflafrettir , velkomnir suður og gangi ykkur vel 


Dóri GK mynd Jóhann Ragnarsson