Margrét EA. Íslensk síld til Noregs,2019

núna er makrílvertíðin svo til búinn á Íslandi og sum skipin hafa byrjað að veiða síld og svo virðist vera sem nóg sé af síld


 austan við landið því t.d var frétt hérna á aflafrettir.is um að Bjarni Ólafsson AK hafði fengið 800 tonna síldarkast.

Margrét EA er eitt af þessum skipum sem hafa verið að veiða makríl og síld núna í haust og hefur gengið nokkuð vel.

Margrét EA sem iðulega landar í Neskaupstað kláraði að veiða í sig eins og það er kallað

Nema núna um miðjan september þá var allt orðið fullt í Neskaupstað og fór þá Margrét EA í siglingu 

Fór Margrét EA alla leið til Noregs  og landaði þar 20.september

fór til Global Fish í Florö í Noregi og landaði þar alls um 1381 tonnum,

Florö í Noregi er mitt á milli Álasunds og Bergen í Noregi.

mestur hluti af þessri síld var í stærsta flokki eða 350 grömm og þar af þyngra

og fyrir þá síld var greidd um 54 krónur á kílóið,

aflaverðmætið af þessari ferð til Noregs hjá  Margréti EA var því um 70 milljónir króna,


Margrét EA mynd Guðmundur Rafn Guðmundsson