Margrét GK síðasti báturinn á sjó árið 2024

þegar þetta er skrifað þá er 31.desember árið 2024 kominn í gang


og því stutt í að árið 2025 hefjist

á milli hátiðanna þá fóru nokkrir bátar og togarar á sjóinn og núna eru þeir togarar sem voru á veiðum á leið í land

t.d Akurey AK, Viðey RE,  Kaldbakur EA, Björg EA, Birtingur NK svo dæmi séu tekinn.

En þó er það nú ekki þannig að allir eru á leið í land, því að línubáturinn Margrét GK sem er gerður út frá Sandgerði

kom í land seinni partinn 30.desember með um 10 tonn

og fór síðan aftur út um kvöldmatar leytið og er núna eini báturinn sem á veiðum svona seint á árinu 2024.

og þar með Síðasti báturinn til þess að vera á veiðum á árinu 2024.

kemur í ljós seinna í dag .31 desember hvernig gekk hjá Margréti GK og áhöfn bátsins.

Margrét GK mynd Reynir SVeinsson