Masilik laus af strandstað

eins og greint var frá hérna á Aflafrettir í gærkveldi þá strandaði línubáturinn Masilik skammt landi á Vatnsleysustönd


var báturinn ekki nema um 500 metra frá landi og sást ansi vel.

Freyja náði að draga bátinn lausan um klukkan 0300 í nótt og gekk vel að ná bátnum af strandstað.

var síðan báturinn dreginn til hafnarfjarðar og kom þangað núna á 8unda tímanum í morgum,

ekki var að sjá að skemmdir væru á bátnum og fór þetta því ein farsællega og hægt var.

eftir stendur sem áður spurninginn hvað gerðist því að trakkið á bátnum er frekar skrýtið, að Garðskagavita og eftir að báturinn 

fer þaðan, enn þá er línan svo til bara bein yfir Faxaflóann og að strandstað.

ekkert kom fyrir áhöfn bátsins.


Masilik Mynd Royal Greenland


á strandstað í nótt. Mynd Gísli Reynisson