Meira um Huldu GK. Mynd og teikningar

Fyrir nokkrum dögum síðan þá var birt frétt hérna á aflafrettir og myndir af Huldu GK

núna bætist aðeins við það því hérna að neðan eru birtar teikningar af bátnum og hvernig hann er hannaður að innan

Báturinn var hannaður hjá Ráðgarði Skiparáðgjöf í samstarfi við Trefjar og Blikaberg ehf sem eiga bátinn,

helstu mál er að hann er 12,48 metra langur og skráður 11,99 metra

um borð er 748 hestafla Doosan vél með tveimur 136 hestafla ljósavélum

línukerfið er 21.000 króka eða um 50 balar

lestin er ansi stór enn hún er 47m3 og tekur 56 440 lítra  kör.  það er um 19 til 20 tonn af fiski í lestina.  

gert er ráð fyrir að körunum sé staflað í 3 hæðir

Mannaíbúðir eru fjórir tveggja manna klefar og geta því 8 manns gist í bátnum enn bátnum verðuir róið 

með 4  mönnum og mun því hver maður hafa einn eigin klefa

að sögn Ráðgerð þá eru þeir búnir að reikna stöðugleikan og verður hann fínn, enn eftir á að taka reynslusiglinu þegar að þetta er skrifað,  veltitankur er á bátnum 

og er hann staðsettur fyrir aftan brúnna

Hérna að neðan myndina af bátnum má sjá síðan teikningar af Huldu.  

Bestu þakkir til Róbert hjá Ráðgarði fyrir upplýsingar og teikningarnar af bátnum




Mynd Gísli Reynisson 


Aðalþilfar. þarna eru t.d eldhús. matalur. og síðan línukerfið og fleira




efsta þilfarið og brúin



Vélarrúmið , lestin og mannaíbúðir



stjórnborðhliðin og stefnið



Skuturinn


Upplýsingar um bátinn