Met loðnuverð hjá Gerdu Marie

Núna fyrr í morgun þá var birtur listi yfir veiðar uppsjávarskipanna frá Noregi,


enn þónokkur fjöldi þeirra hefur verið við veiðar á ÍSlandi.

Loðnan sem að norsku skipin hafa verið að veiða í Noregi hefur verið boðin upp 

og sum skipanna hafa selt afla sinn á Íslandi og hafa þá ÍSlensku fyrirtæki líka boðið í aflan hjá Norsku skipunum

Mjög hátt verð er fyrir loðnuna sem að Norsku skipin hafa veitt og vert er að minnast á að 

Vendla sem var fyrsta Norska skipið sem fékk afla á Íslandi fékk 145 krónur í meðalverð fyrir loðnuna og var með

63 milljóna króna aflaverðmæti fyrir 435 tonna afla

Verðin haldast áfram að vera há og núna fyrir smá stundu síðan þá kom Gerda Marie til Egersund í Noregi

með 768 tonn af loðnu og fékk fyrir aflann metverð og í rauninni hefur aldrei sést svona ´hátt verð á loðnu 

því Gerda Marie fékk 227krónur á kílóið fyrir aflann og var því aflaverðmætið 174  milljónir

þetta er rosalegt verð og með þessu rosalega verði þá slógu þeir met sem að Gunna Langva fékk 

en hann var með um 190 krónur fyrir kílóið af loðnu sem var 630 tonna farmur.  aflaverðmætið hjá Gunnari um 120 milljónir króna


 Hvað verður með Íslensku skipinn

Nú er bara spurning hvað verður þegar að Íslensku skipinn byrja loðnuveiðar.  Íslensku skipin hafa ekki hafið veiðar

því það er verið að bíða eftir því að loðnan verði með meiri hrognafyllingu og því er hún verðmætari.

í Noregi þá eru mjög mörg fjölskyldufyrirtæki sem gera út uppsjávarskip og  loðnuverksmiðjurnar í Noregi bjóða í aflann

enn á ÍSlandi þá er þetta ekki þannig, því að útgerðin á verksmiðjurnar og líka skipin og þar af leiðandi 

er ekki boðið í aflann eins og er gert með norsku skipin.

verður fróðlegt að sjá hvort að Íslensku skipin munu fá þessi rosaverð sem að norsku skipin eru að fá fyrir aflann sinn


Gerda Marie Mynd  frá þeim.