Metafli hjá Friðrik Sigurðssyni ÁR í júlí.,,2018

Þá er nýjasti listinn kominn á Aflafrettir sem heitir bara Ýmislegt, og á þeim lista eru t.d Beitukóngsbátarnir, og Sæbjúgubátarnir 


mokveiði var á sæbjúgunum í júlí og sérstaklega hjá tveimur bátum.  Klett ÍS og Friðriki Sigurðssyni ÁR.  

 Íslandsmet hjá Friðrik Sigurðssyni ÁR 
Friðrik Sigurðsson ÁR setti reyndar aflamet því aldrei áður í sögu sæbjúguveiða hérna á Íslandi hefur bátur landað eins miklum afla og áhöfnin á Friðriki Sigurðssyni ÁR gerði í júlí.

þeir lönduðum um 300 tonnum í 20 róðrum og stærsti róðurinn var 30,5 tonn og sá næsti á eftir honum var 28,4 tonn,

Guðjón Jónsson er skipstjóri á bátnum og var hann áður með Þrist BA, en Þristur BA var næst aflahæsti sæbjúgubáturinn árið 2017 og var rétt á eftir Klett ÍS, báðir bátarnir fóru yfir 700 tonna afla árið 2017.

Guðjón sagði í samtali við Aflafrettir að stóri túrinn 30 tonna hafi verið um 14 tímar höfn í höfn og voru þetta um 54 kör.  eitt kar af sæbjúgu eru um 600 kíló,

Friðrik Sigurðsson ÁR tekur mun meira í lest eða 55 tonn.  Veiðin í júilí var það mikil að þeir á bátnum þurftu að hægja á veiðum og  jafnvel stoppa alveg.  

 Metafli hjá Hafnarnesi ehf
Allur aflinn fór til vinnslu hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn en auk aflans af Friðrik Sigurðssyni ÁR þá var líka tekin afli í vinnslu frá Þrist BA, Ebba AK og Sæfara ÁR.
Samtals voru þetta um 700 tonn sem komu á land í júlí til vinnslu hjá Hafnarnesi,

Bátarnir voru á veiðum í Breiðarfirðinum og var mokveiðin þar, en reyndar þá bannaði Hafrannsóknarstofnunum veiðar þar, því sæbjúgun voru of smá 

Friðrik Sigurðsson ÁR mynd Sverrir Aðalsteinsson,