Metafli hjá Gullver NS...2017
Risamánuður hjá togurnum eins og sést á lokalistanum fyrir togaranna núna í október.
14 togarar náðu að fiska yfir 600 tonnin og einn af þeim var Gullver NS sem gerði gott betur og fór yfir 700 tonnin.
Landaði alls 733 tonnum í 7 túrum eða 104,7 tonn í túr.
Allur aflinn var tekin til vinnslu á Seyðisfirði. Togarinn Gullver NS hefur verið gerður út núna í um 34 ár og er þessi mánaðarafli einn mesti sem að togarinn hefur veitt á einum mánuði.
Skipstjórinn á Gullveri NS Þórhallur Jónsson sagði í samtali við frétta Svn að lykillinn af meiri veiði væri meiri aðgangur af kvóta enn Síldarvinnslan í Neskaupstað á Gullver NS. Togarinn var við veiðar að mestu á miðum við austurlandið og tók þorskinn t.d í Breiðdalsgrunni, ýsuna gerpisflaki og Tangarflaki og karfann að mestu í berufjarðarál.
Gullver NS Mynd Þór Jónsson