Metafli hjá Sögu K í Noregi,2017

Strákarnir á Sögu K í Noregi hafa oft komið með bátinn sinn fullan af fiski.


Þó settu þeir aflamet núna fyrir nokkrum dögum síðan þegar að þeir á Sögu K komu með 33 tonn í land miðað við óslægt.  
Að sögn Sævar Þórs Ásgeirssonar skipstjóra þa´voru þeir 3 daga úti á sjó og fengu þennan afla á Nordkappbanka sem er í 60 sjómílna fjarlægð frá þeirri höfn sem að Saga K landar aflanum sínum í.

þennan afla fékk báturinn á 80 rekka eða samtals 72 þúsund króka.  Og þar sem síðan reiknar allan afla upp miðað við afla á bala til að fá sem bestan samanburð á milli línubátanna þá reiknast þessi afli sem um 208 kíló á bala.

Af þessum 33 tonnum sem Saga K kom með í land þá var ýsa 14,8 tonn og þorskur 16,4 tonn.   Sævar talaði einmitt um það að núna þyrftu þeir að fara að eltast við ýsuna vegna þess að þorskkvótinn er búinn á Sögu K.  Einungis 41 tonna þorskkvóti á Sögu K.  
Lítið er að ýsu á grunnslóð og þurfa þeir á Sögu K því að fara dýpra út til þess að ná í ýsu og þann aukaafla sem þarf.  Núna er hávertíð að byrja í Noregi og fúlt fyrir þá á Sögu K að geta ekki einbeitt sér í þorskinum eins og verða vildi.

Þessi róður 33 tonna er stærsti sem að Saga K hefur komið með í land frá því að báturinn var smíðaður. og eins og sést á myndum að neðan þá var fiskur geymdur í öllu sem hægt var að geyma fisk í


Saga K  með fullfermi







Allt full Myndir um borð Fróði Ársælsson