Metafli hjá Steinunni SF síðasta fiskveiðiár,20181
Aflafrettir eru búnir að birta smá frétt um aflan hjá ísfiskstogurunum fiskveiðiárið 2017-2018
togbátarniri sem hafa leyfi til þess að veiða upp að 3 sjómilum áttu ansi gott fiskveiðiár,
þeir bátar eru flestir um 29 metra langir
Þrír bátar í þeim flokki voru með áberandi mestan afla,
Systurbátarnir Vestmanney VE og Bergey VE sem báðir fóru yfir 5 þúsund tonnin,
en það var Steinunn SF sem var langaflahæstur og það með all svakalegan afla,
6570 tonn í 103 löndunum eða 64 tonn í löndun,
má segja að þetta sé metafli því Steinun SF er ekki nema 29 metrar á lengd og átti t.d ansi góða vetrarvertíð núna 2018 þegar að aflinn á vertíðinni fór yfir 3000 tonnin .
Hérna að neðan má sjá lista yfir 10 hæstu bátanna og athygli vekur að Hringur SH er með þriðja mesta meðalafla, og má segja að báturinn hafi verið með fullfermi í svo til hverri einunstu veiðiferð, en fullfermi hjá Hring SH er um 75 tonn,
Drangavík VE er á listanum og báturinn var á humri yfir sumarið.
Sæti | Nafn | Afli | Landanir | Meðalafli |
1 | Steinunn SF 10 | 6570,1 | 103 | 63,8 |
2 | Bergey VE 544 | 5715,5 | 78 | 73,2 |
3 | Vestmannaey VE 444 | 5553,6 | 76 | 73,1 |
4 | Frosti ÞH 229 | 3914,6 | 70 | 55,6 |
5 | Áskell EA 749 | 3852,7 | 66 | 58,4 |
6 | Vörður EA 748 | 3578,8 | 57 | 62,8 |
7 | Dala-Rafn VE 508 | 3479,6 | 52 | 66,9 |
8 | Hringur SH 153 | 3397,7 | 49 | 69,4 |
9 | Drangavík VE | 2953,2 | 87 | 33,9 |
10 | Helgi SH | 2414,7 | 48 | 50,3 |
Steinunn SF mynd Haraldur Hjálmarsson