Metár hjá Þristi BA síðasta fiskveiðiár,,2018
Síðasta fiskveiðiár það er að segja frá 1.september 2017 til 31.ágústr 2018 var mjög gott hjá þeim bátum sem voru að stunda veiðar á sæbjúgunni,
Greint hefur verið frá því að Klettur IS hafi náð yfir 1000 tonnin á þessu tímabili,
en hann var þó ekki aflahæstur
því að mun minni bátur Þristur BA gerði sér lítið fyrir og landaði alls 1035 tonnum af sæbjúgu. og var það með aflahæstur allra sæbjúgubáta á síðasta fiskveiðiári og setti íslandsmet með mestum afla á einu fiskveiðiári af sæbjúgu
Af þeim bátum sem veiddu yfir 500 tonn af sæjbúgu á síðasta fiskveiðiári þá var Þristur BA þeirra langminnstur og líka er báturinn eini óyfirbyggði báturinn.
Jón Ölver sagði í samtali við AFlafrettir að þótt að báturinn væri þetta lítill þá væri báturinn algjört listaverk varðandi sjóhæfni og duglegur og þægilegur að vinna með.
Lestin í bátnum tekur um 14 til 15 tonn en þeir hafa sett í kör á dekkinu og í móttökuna og hafa þannig náð fulfermi sem er um 18 tonn.
Jón sagði að stór hluti af aflanum á síðasta fiskveiðiári hafi verið tekin á miðum sem áhöfnin á Þrist BA fann sjálf og ekkert í kvótahólfunum svokölluðum, sem er svæðið við Papey og Hvítinga. utan við 4 til 5 tonn í Faxaflóa. Þristur BA tók lítinn þátt í veiðinni sem var í Aðalvík því að á þeim tíma þá var Þristur BA í slipp í Njarðvik.
Áhöfnin á Þrist BA . Frá Vinstri Pawel Lesniak vélstjóri, Hörður Stefánsson kokkur og Jón Ölver Magnússon skipstjóri.
Mynd Guðjón Jónsson skipstjóri á Friðrik Sigurðssyni
Þristur BA mynd Jóhann Ragnarsson