Metdagur hjá Ísak AK á síðasta degi fyrir bann.

Já þá er það komið á hreint hvernig grálseppuvertíðin 2020 er.


allir bátar þurftu að taka  upp netin í síðasta lagi 3.maí og margir bátar komu drekkhlaðnir í land með grásleppu

t.d kom Bára ST með 5,2 tonn

Júlía SI kom með 5,4 tonn í land 

Haförn I SU kom með 5,3 tonn sem landað var á Mjóafirði.  

Það er meira enn drekkhlaðinn bátur því að Haförn I SU er ekki nema um 5,1 tonn af stærð.  

Ísak AK

og síðan er það Ísak AK.

Hann mokveiddi þegar  hann var að klára að draga inn allar sínar trossur enn samtals mátti vera með 7500 metra af netum úti,

Ísak AK landaði nefnilega tvisvar 3 maí 

fyrst kom báturinn með 8,4 tonn í land og af því var grásleppa 8,3 tonn

aftur fór báturinn út til þess að draga restina af  netunum og kom þá í land með

6,7 tonn og af því þá var grásleppa 6,3 tonn,

Samtals landaði því Ísak AK 14,6 tonnum af grásleppu þennan eina dag.  lokadag fyrir bannið


Ísak AK mynd af FB síðu bátsins