Metmánuður hjá Gullver NS ,2018
Já eins og greint er frá hérna til hliðar þá var nýliðin október algjör metmánuður þar sem að fjórir togarar náði yfir eitt þúsund tonnin. og 16 togarar náðu yfir 700 tonn,
mikið af þessum togurum sem fiskuðu þetta mikið eru nýlegir togarar eða togarar sem hafa lestarrými fyrir vel yfir 200 tonna afla í lestum,
þó voru þarna mjög ofarlega á listanum tveir togarar sem má kalla sem öldungana á þessum lista
og eru það Hjalteyrin EA sem er gamli Björgúlfur EA
og Gullver NS.
Báðir þessir togarar náðu yfir 800 tonnin,
og Gullver NS setti aflamet því að togarinn hefur ekki veitt jafn mikið á einum mánuði og Gullver NS gerði núna í október,
heildaraflinn 860 tonn í 7 túrum eða 123 tonn í löndun,
veiði togarans var jöfn og góð allan október og t.d þá kom togarinn með 86 tonn eftir aðeins 2 daga á veiðum eða um 43 tonn á dag og síðan 130 tonn eftir 3 daga á veiðum eða um 43 tonn á dag,
besti túrinn var síðasti túrinn en þá kom Gullver NS með 131,1 tonn eftir aðeins 3 daga á veiðum og gerir það um 44 tonn á dag.
Árangur Gullvers NS er mjög athyglisverður og sést best þegar að listinn er skoðaður því þá sést að
þeir togarar sem yfir 700 tonnin náðu þessir 16 þá er Gullver NS með minnsta afla í mestri löndun, 131 tonn.
Samt náði áhöfnin á Gullver NS að troða sér í 8 sætið og voru ekki nema 6 tonnum á eftir Akurey AK
þannig að já við skulum ekki gleyma Gullver NS
Gullver NS mynd Hilmar Bragason