Metmánuðurinn október. 7 bátar yfir 500 tonni,2016n

Metmánuðurinn október árið 2016 er orðin búinn og þvílíkur mánuður svo ekki sé meira sagt.    allavega ef horft er á stóru línubátanna,


heildaraflinn um 8400 tonn og aldrei áður í sögu Aflafretta og línulistans sem á  síðunni  hefur annar eins fjöldi af bátum farið yfir 500 tonnin eins og gerðist núna .


alls voru það sjö bátar sem yfir 500 tonnin komust og voru t.d allir bátarnir Vísi ehf í Grindavík sem yfir 500 tonnin náðu.  Að auki þá voru tveir bláir bátar sem yfir það komust og voru það Sturla GK og Anna EA  

100 tonna landanir voru ansi margar því níu bátar náðu að komast í 25 skipti yfir 100 tonnin.  Anna EA og Jóhanna Gísladóttir GK komust í fimm skipti hvor bátur yfir 100 tonnin.  Páll Jónsson GK og Fjölnir GK báðir í fjögur skipti..  Sighvatur GK í 3 skipti. svo voru Kristín GK, Sturla GK, Tjaldur SH og Kristrún RE.

Margir bátar settu met í afla.  til dæmis  Sighvatur GK sem náði að komast yfir 600 tonnin.  Sturla GK setti líka persónulegt aflamet og einnig Kristín GK, Fjölnir GK og svo neðar á listanum Þórsnes SH.
OG ekki má gleyma Jóhönnu Gísladóttir GK sem ekki bara setti persónulegt aflamet,  heldur íslandsmet.  takk fyrir. 

Allavega rosalegur línumánuður að baki 

Sighvatur GK Mynd Jóhann Ragnarsson