Metróður hjá Ásdísi ÍS. sá stærsti í sögu bátsins,2018
Núna er fyrsti listinn í desember kominn hjá Dragnótabátnum og eins og sést á honum þá eru tveir bátar nú þegar komnir yfir 100 tonnin, Saxhamar SH og Ásdís ÍS .
Reyndar gerði Ásdís ÍS mjög vel í einum róðrinum að þeir komu í land með fullfermi og það ekkert smá fullfermi
Ásdís ÍS hét áður Örn KE og Örn GK og var þá undir skipstjórn Karl Ólafsonar í Sandgerði.
Eftir að báturinn var seldur til Bolungarvíkur þá fékk báturinn þar nafnið Ásdís ÍS og að mestu stundað dragnótaveiðar en að auki rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpinu,
Ásdís ÍS
Einar Guðmundsson er vanalega skipstjóri á bátnum enn hann er búinn að vera í leyfi útaf skóla í haust og hefur þá
Guðmundur Konráðsson verið skipstjóri á Ásdís ÍS í allt haust
Ásdís ÍS er sérhannaður sem dragnótabátur og er ansi breiður eða 8 metrar og með lestina í miðju bátsins. Lestin tekur um 100 kör og það kom sér vel núna í byrjun desember,
Metróðurinn í byrjun des
því að Guðmundur og hans áhöfn á Ásdísi ÍS komu í land til Bolungarvíkur með risaafla því að landað var úr bátnum 43,1 tonni
þessi afli er mesti afli sem að báturinn hefur komið með að landi frá því hann var smíðaður.
Spjall við Guðmund
Aflafrettir höfðu samband við Guðmund og spurðu hann útí þennan risatúr,
Guðmundur sagði í samtali að þeir hefðu verið að veiðum undir Ritnum sem er aðeins annað svæði enn þeir eru vanalega að veiða á bátarnir frá Bolungarvík, því þeir hafa iðulega verið í Aðalvík að veiðum.
Guðmundur sagði að það hefði verið norðansjór og hafði Guðmundur farið þangað áður og fengið smá kropp. Hann sagði að þegar þeir komu þangað þá lóðaði ekkert þarna undir og þegar þeir köstu fyrsta kastinu þá sagði Guðmundur við strákanna að það myndi nú lítið vera í þessu kasti,
15 tonn í fyrsta kasti
enn það var nú ekki svo. því að fyrsta kastinu fengust 15 tonn og tók um einn og hálfan tíma að koma því niður í lestina.
næstu 2 höl voru sitthvor 10 tonnin. Komið var myrkur þegar að síðasta halið var tekið og voru um 4 tonní því hali,
stímið í land var um 2 klukkutímar og 15 mín og sagði Guðmundur að hann hefði orðið hissa þegar að hann kom að bryggju því að báturinn með þessi 43 tonn lagðist ekkert niður að aftan, heldur lagðist bara jafnt niður og því sást ekkert mikið á bátnum með þennan risaróður,
gott verð fyrir aflann
Allur aflinn fór á markað og fengust um 330 krónur fyrir kílóið og var þessi dagur því ansi góður eða 14 milljónir króna.
Að sögn Guðmundar þá var fiskurinn stór og góður og var greinilega stórt síli á ferðinni því að þorskurinn var útroðinn af síli. var sirka 60% af aflanum í þorski 8 kíló og yfir.
Guðmundur sagði að Þorlákur ÍS og Ásdís ÍS hefðu síðan farið aftur þangað nokkrum dögum seinna og þá hefði ekkert fengist af fiski þar. Eins og sagt er fiskurinn er með sporð og syndir,
Ásdís ÍS mynd Einar Guðmundsson