Metróður hjá Finnbirni ÍS,,2017
Nýr dragnótalisti kominn á aflafrettir og eins og vanalega þá er mikil veiði í dragnótina og þá aðallega hjá bátunum sem eru að veiðum útfrá Bolungarvík.
Einn af þeim bátum sem hafa fiskað þarna ansi vel er heimabáturinn Finnbjörn ÍS sem Suðurnesjamenn þekkja mjög vel því hann var gerður út í mörg ár frá Grindavík og hét þá þar FArsæll GK,
Vanalega er Elli Bjössi með Finnbjörn. Hann tók sér frí og var því Karl Guðmundur Kristjánsson frá Súðavík tók bátinn
Risalöndun
Óhætt er að segja að Karl hafi hitt vel á fisk , því að í síðasta túr sem landað var 12.september þá kom Finnbjörn ÍS með metafla í land eða 32,4 tonn, og var þorskur af því um 30,5 tonn. Þessi afli er mesti afli sem að báturinn hefur komið með í einni löndun frá því hann var smíðaður.
Aflafrettir heyrðu í Karli, enn þá var hann úti á sjó og var nýbúinn að kasta. Sagði hann að veiðin væri best á nóttunni.
Þessi risatúr hjá Finnbirni ÍS 32,4 tonn var nokkuð merkilegur,
20 tonn í síðasta kasi
Að sögn Karls þá byrjaði hann frekar illa. þeir voru búnir að kroppa upp 6 tonn í fimm köstum, fengu þá 6,5 tonn í einu kasti enn lentu síðan í ansi góðu
því í síðasta kastinu þá voru um 20 tonn í því, og tók um 2 tíma að ná því magni um borð í bátinn,
Gott var sjóinn á heimleiðinni enn báturinn var að veiðum úti af Aðalvík. Allur aflinn komst í kör og í stíur í lestinni. Allur aflinn fór á fiskmarkað
Engin mynd var tekin af bátnum með aflann enn Karl tók mynd af pulsunni þegar 20 tonn voru í honum við síðuna á bátnum
Finnbjörn ÍS mynd frá Ella Bjössa Halldórssyni.
Mynd Karl Guðmundur Kristjánsson