Metróður hjá Geir ÞH í mai árið 1998.

Geir ÞH, við þekkjum öll þetta nafn, og hérna á Aflafrettir hafa verið skrifaðar nokkrar fréttir um bátinn.

og nægir þar að nefna þessa frétt hérna sem fjallar aðeins um söguna á bátnum með þessu nafni Geir ÞH


Fyrr á þessu ári þá var skrifuð frétt um risakast sem að báturinn fékk í dragnótina, þegar um 50 tonn komu í nótina.


 Núverandi Geir ÞH er bátur númer fimm í röðinni en bátur sem var Geir ÞH númer 4, var stálbátur sem var smíðaður
árið 1955 eins og Maron GK og Grímsey ST.

Þessi bátur var mjög fengsæll í sinni útgerðarsögu og var einn af fyrstu bátunum á ÍSlandi til þess að stunda
veiðar á Sæbjúgu, enn þá hét báturinn Hannes Andrésson SH.

Hérna að ofan þá er minnst á að núverandi Geir ÞH fékk risakast í dragnót núna á þessu ári, enn núverandi 
Geir ÞH er töluvert stærri og öflugari enn Geir ÞH sem var númer 4 í röðinni,

Risaróður í maí árið 1998
en í maí árið 1998 þá lenti Geir ÞH í all rosalegur moki og sérstaklega í fyrsta túrnum

í maí 1998 þá veiddi Geir ÞH alls 232,7 tonn í aðeins 15 rórðum og það gerir um 15,5 tonn í róðri.

 Jónas skipstjóri
Það var fyrsti róðurinn sem heldur betur vakti athygli , og ég setti mig í samband við Jónas Jóhannsson sem er útgerðarmaður Geirs ÞH
um hvort hann myndi eftir þessum risaróðri í maí 1998.

það var nefnilega þannig að Geir ÞH kom gjörsamlega drekkhlaðinn í land, því báturinn var með 51,1 tonn í einni löndun,

 Eitt kast
Jónas mundi vel eftir þessum risaróðri, enn það sem vekur mesta athygli við þennan risaróður var að þetta var eftir aðeins eitt kast.

Jónas var með Geir ÞH við veiðar í Viðarvík í Þistilfirði og þar sem halið var það stórt þá fylltist lestin 
og voru um 18 tonn laus á dekkinu á Geir ÞH.

Sigurður Ragnar Kristinsson sem er núverandi skipstjóri á Geir ÞH mundi vel eftir þessu risahali , enn hann var ekki á sjó þennan dag
enn man vel eftir því þegar að Geir ÞH kom drekkhlaðinn í land og hjálpaði til með að landa þessum afla, enn af þessum 51 tonna afla þá voru um 45 tonn af ufsa.

Hérna að neðan má sjá róðranna hjá Geir ÞH í þessum stóra mánuði, og eins og sést þá voru þrír róðrar yfir 20 tonn eftir þennan risa 51 tonna róður.

Dagur Afli
2.5 51.0
3.5 25.3
4.5 10.9
8.5 26.2
9.5 17.4
11.5 23.9
12.5 13.1
16.5 11.5
19.5 8.3
20.5 19.0
21.5 5.3
22.5 8.1
25.5 1.2
26.5 5.3
29.5 6.2

og já það eru til myndir af þessum risatúr, enn fyrri myndin sýnir Geir ÞH koma drekkhlaðinn í land og seinni sýnir smá um borð í bátnum,

Geir ÞH með 51 tonn í bátnum,  Mynd frá Tobbu Þorfinns konu Jónasar

Fiskur útum allt, Mynd Jónas