Mettúr hjá Kristrúnu RE í febrúar. ,2018
Kristrún RE byrjaði snemma á grálúðunetaveiðunum núna í ár. því báturinn fór á grálúðuna strax í janúar.
túr númer 2 núna í febrúar var feikilega góður og svo góður að þegar upp var staðið þá var stærsti túr bátsins frá upphafi orðin að veruleika,
Þeir fóru út frá Reykjavík 1.febrúar og þegar mánuður var hálfnaður þá millilönduðu þeir á Kristrúnu RE á Akureyri alls 78 tonnum,
Fóru aftur út á miðin sem eru djúpt útaf norðurlandinu. eða á svæðinu í kringum Kolbeinsey og þar útaf,
AFtur komu þeir til Akureyrar með bátinn alveg kjaftfullan því frystilestin í bátnum var full upp í lúgu. þeir settu poka yfir lestarlúguna í umbúðageymslunni og leiddu kælilögn í hana til þess að fá frost í hana og voru með í 2 tækjum.
Uppúr bátnum komu alls 273 tonn og var því túrinn alls 350 tonn og aflaverðmætið rúmar 200 milljónir króna
Heli Aage Torfason var skipstjóri á Kristrúnu RE þennan risatúr og sagði hann að þetta hefði verið á ansi miklu dýpi eða 500 til 900 metra dýpi.
Þeir eru með 8 trossur út í einu og í hverri trossu eru um 80 neta.
Kristrún RE mynd Gísli Snæbjörnsson mynd tekin frá Guðmund í Nesi RE
Ekki var alltaf rok og vitlaust veður. veðurblíðan var líka mikil Mynd frá Kristrúnu RE
Kristrún RE í millilöndun á Akureyri