Miðnes HF , apríl 1969.
Jæja sit núna á landsbókasafninu í Reykjavík og er vinna í að ná í aðeins meir upplýsingar um vertíðina 1969 sem ég ætla að nota í vertíðaruppgjörið,
og núna er ég skýrslur frá Miðnes HF í Sandgerði fyrir apríl 1969.
ansi margir bátar sem lönduðu hjá þeim í þeim mánuðu og ekki voru það nú allt netabátar sem voru að koma með afla þangað.
nei.. því þarna voru línubátar, handfærabátar, trollbátar
Alls var landað afla hjá Miðnes HF í Sandgerði í Apríl 1050 tonnum enn hvaða bátar voru að landa þar.
lítum á.
Hjallanes RE 350 sem var á handfærum var með 3,4 tonní 2 róðrum .
Steinunn Gamla KE sem var á línu var með 86,5 tonn í 12 róðrum eða 7,2 tonn í róðri,
Steinunn Gamla KE fór síðan a´troll og landaði 12,3 tonn í einni löndun
Muninn GK sá mikli aflabátur var með 105,4 tonn í 17 róðrum líka á línu eða 6,1 tonn í róðri,
Kristbjörg ÞH 44 var á línu og landaði 34,5 tonn í 10 róðrum ,
Aldan RE 327 sem var um 15 tonna eikarbátur var á línu og landaði 26,3 tonn í 12 róðrum ,
Jón Gunnlaugs GK sem lengi var Hafnarberg RE var með 94,2 tonn í 13 róðrum á línu. 7,3 tonn í róðri,
Birgir RE var á handfærum og var með 4 tonn í einni löndun af ufsa
Þorvaldur GK 961 sem var um 10 tonna bátur var með 6,6 tonn í 6 róðrum á færum.
Þorgeir GK var á trolli og var með 74,7 tonn í 5 róðrum eða 15 tonn í róðri,
Víkingur II GK 331 var á handfærum og var með 5,4 tonn í 3 róðrum .
Stapi RE 69 var á trolli og landaði alls 4,9 tonn í 5 rórðum ,
Jón Bjarnarson RE var á trolli og var með 800 kíló í einni ferð, ( hluti afla)
Ingi KÓ 1 var á handfærum og var með 6,1 tonn í 8 róðrum ,
Álaborg GK var á línu og va rmeð 32 tonn, reyndar er þetta bara ufsi, þorskurinn var tekin í vinnslu í öðru húsi
Andvari EA 26 var með 5,7 tonní 5 rórðum á handfærum,
Bára ÍS var á handfærum og var með 16,1 tonn í 7 róðrum ,
Elliði GK var á netum og var með 211,1 tonn í 12 róðrum eða 17,6 tonn í róðri
Erlingur KE 20 var á trolli og var með 2,6 tonn í einni löndun,
Erna KE var á færum og var með 7,6 tonn í 6 róðrum .
Farsæll GK 162 sem var eikarbátur um 8 tonn af stærð. var með 3,8 tonn í 2 róðrum á handfærum,
Flosi ÍS 15 var á trolli og landaði 2,7 tonn í einni löndun,
Geir RE 406 var á netum og landaði 1,9 tonn í einni löndun.
Gígja RE var á netum og landaði 65,2 tonn í 4 róðrum ,
Guðmundur Þórðarsson GK var á trolli og var með 46,2 tonn í 13 róðrum eða 3,5 tonn í róðri
Gullveig ÍS 81 var á handfærum og var með 2,9 tonn í 3 róðrum .
Gyllir ÍS 568 var á handfærum og var með 18,1 tonn í 8 róðrum.
Harpa RE var á netum og var með 176,8 tonn í 20 rórðum eða 8,8 tonn í róðri.
þetta er ansi góður list, alls 27 bátar.
Elliði GK mynd Vigfús Markússon