Miðnes komið aftur


Saga fyrirtækjanna Haralds Böðvarssonar á Akranesi og Miðnes HF í Sandgerði er vel þekkt, en á sínum tíma þá byrjaði Haraldur Böðvarsson 

með útgerð á Akranesi enn kom til Sandgerðis á vertíðinni og lét þá bátanna sína róa þaðan á miðin þar fyrir utan.

Haraldur Böðvarsson smíðaði ansi mörg hús í Sandgerði og uppúr 1940 þá kaupa, Sveinn Jónsson, Ólafur Jónsson og Axel Jónsson allar eignir 

Haralds Böðvarssonar í Sandgerði og stofna um leið fyrirtækið Miðnes HF.

Miðnes HF var eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og gerði út ansi marga báta, togara og loðnuskip, í samstarfi við aðra.  t.d Keflvíking KE og Hörpu RE.

uppúr 1996 þá sameinast Miðnes HF og Haraldur Böðvarsson HF og í framhaldinu af því þá lagðist Miðnes nafnið niður og 

líka þá hvarf allur kvóti og öll skip og bátar í burtu frá Sandgerði.  seinna meir þá sameinast Grandi HF í Reykjavík og Haraldur Böðvarsson HF

og þar með hvarf með að nokkru vinnsla á Akranesi og í dag er lítil sem engin vinnsla í húsunum á Akranesi,

Aftur á móti í Miðnes Húsunum í Sandgerði hefur verið vinnsla alla þessa öld, en frá því árið 2003 þá hefur verið þar starfrækt

fiskverkunin Ásberg sem er að fullu í eigu Nesfisks.

Núna hefur verið ákveðið að taka upp fyrra nafn fiskverkunnar í þessu sögufræga húsi

því að frá og með 28.okt 2022, þá mun nafn fyrirtækisins verða

Miðnes ehf.  

í fréttatilkynningu þá segir eftirfarandi.

" frá og með deginum í dag þá breytum við um nafn á Fiskverkun Ásbergs ehf.  Nýja nafnið tengist sögu hússins sem við rekum starfsemina í.  Sögu nafnsins má 

rekja aftur til ársins 1941 þegar fyrirtæki sem stofnað var í þáverandi Miðneshreppi var gefið þetta nafn.  Það varð síðar þekkt útgerðar og fiskvinnslufyrirtæki 

á íslandi þar sem allmargar kynslóðir hafa starfað.  Nafnið hefur sterka tengingu við sögu Sandgerðis og barst nafn fyrirtækisins sjaldan í tal

nema nafn bæjarfélagsins væri einning nefnt.

það er með mikilli ánægju og stolti sem við tilkynnum að nafn fyrirtæksins í rauðu húsunum er og verður.  MIÐNES".

að sögn Elfars Bergþórssonar þá er nú ekkert stefnt að því að gera Miðnes EHf að því stórveldi sem það var áður, enn stefnt er þó að því að auka fiskvinnslu í húsinu,

það má bæta við að kennitala, heimilsfang, símanúmer, leyfisnúmer og netföng haldast óbreytt, en merkingar á framleiðsluvörum munu breytast yfir í Miðnes ehf








Ásberg sem í dag heitir Miðnes ehf



Gömul mynd tekin af húsnæði Miðnes hf
Myndir Reynir SVeinsson