Mikið ferðalag hjá Valdimar H í Noregi. ,2019
Sumarið er tíminn þar sem að margir ´batar fara í slipp hingað og þangað og láta dytta af ýmsu um borð
hérna á íslandi þá má segja að stærstu slippirnir þar sem bátar fara í er t.d í Stykkishólmi. Akranesi. Reykjavík, Njarðvík, Vestmannaeyjar og Akureyri.
til þess að bátar komist í þessa slippi þá þurfa þeir að sigla smá spöl kanski það lengsta sirka sólarhringur,
Sólarhringur til þess að sigla í slipp er þó hátíð miðað við hvað áhöfnin á Valdimar H frá Noregi er að ferðast núna,
þeir fóru frá Hönningsvog í Norður noregi og eru að sigla alla leið til Gdansk í Póllandi þar sem taka á bátin í slipp,
þetta er gríðarlega löng leið,
um 1600 sjómílur og tekur ferðin um eina viku fyrir áhöfnina,
þetta er svipað og sigla frá Reykjavík og alla leið til Spánar
um borð í bátnum er 5 manna áhöfn og Sigvaldi Þorsteinsson er skipstjóri þar og Hlynur Freyr Vigfússon er stýrimaður þessa löngu leið
auk þess eru norðmann og einn pólverji á bátnum.
Í gdansk á að sinna almenni viðhaldi á bátnum og yfirfara vélina í bátnum,
ÞEssi bátur er mjög þekktur á íslandi því hann hét Kópur GK og síðast Kópur BA og var gerður út á Íslandi í vel yfir 40 ár
Aflahæsti línubáturinn á ís
það má geta þess að árið 2019 hefur verið ansi gott fyrir Valdimar H því að þeir hafa landað um 1500 tonnum af fiski frá áramótum,
og eru þegar þetta er skrifað í 9 sætinu yfir línubátanna í Noregi og allir þeir línubátar sem eru ofan við Valdimar H í Noregi eru allt línubátar
sem frysta aflan um borð, og því má segja að Valdimar H sé aflahæstur allra línubáta í noregi miðað við þá báta sem veiða í ís,
Valdimar H mynd Oddremi