Mikið tjón á Hannesi Hafstein

Þessi blessaða veðrátta núna í janúar á sér engann líkan.  endalausar brælur og í það minnsta á Suðurnesjunum þá hafa bátarnir

lítið sem ekkert komist á sjóin,

Feikilegt óveður
núna í dag 25.janúar þá var feikilegt óveður af Suðvestri og þá gengur vindurinn og aldan beint á ströndina frá Reykjanesi og að

Garðskagavita.  þar er Sandgerði og á haflóði í dag þá var mikil hreyfing í höfninni.

 Hannes Hafstein
Björgunarskipið Hannes Hafstein sem að Björgunarbátasjóður Suðurnesja  rekur lá við flotbryggju í Sandgerðishöfn, enn áhöfn bátsins er mönnuð  mönnum frá Sigurvoni í Sandgerði

og vegna gríðarlegt vinds þá barðist báturinn lagðist báturinn svo til utan og yfir bryggjuna á meðan að flotbryggjan

varð á mikilli hreyfingu.  og í framhaldinu af því þá kom mjög stórt gat á skrokk bátsins og sjór komst inn í bátinn.

 Allir í Útkalli
Allir meðlimir Sigurvonar í Sandgerði voru í ÚTkalli þegar þetta gerðist og var því enginn á svæðinu til þess að 

fylgjast með bátnum og sömuleiðis var enginn hafnarvörður á svæðinu til að fylgjst með bátunum.

Heimildamaður Aflafretta sagði í samtali að Sigurvon væri að borga ansi há hafnargjöld af bátnum, og í svona óveðri 

þá gerði hann ráð fyrir að starfsmaður á vegum hafnarinnar hefði verið á vaktinni meðan mesta óveðrið gekk yfir,

Hannes Hafstein mun fara í slipp í Njarðvik enn áður enn það gerist þá mun Köfunarþjónusta Sigurðar setja plötu 

yfir svo hægt sé að sigla bátnum til Njarðvíkur

 Enginn bátur
Þetta tjón gerir það að verkum að enginn björungarbátur verður tiltækur á þessum svæði sem er utan við Sandgerði enn mjög stór

floti er þar á veiðum oft á tíðum.  Sigurvon á reyndar björgunarbátinn Þorstein en hann er búinn að vera bilaður  enn varahlutir

eru komnir í þann bát og verður sett núna allt á fullt að koma honum í gang og á flot því mjög slæmt er að hafa engann 

björgunarbát á þessu svæði.

 Styrkur
Sigurvon er með svokallað landsbjargartrygginu enn hún bæti ekki þetta tjón og er því tjónið að stórum hluta

tjóns Sigurvonar.  

Þar sem þetta tjón heggur ansi stórt skarð hjá Sigurvoni þá set ég hérna fram reikningsnúmer til þess að styðja við bakið 

á Sigurvon í þessum hremmingum sem þeir lentu í 

KT.  431197-2009  bók 0157-26-000043


















Tjónið á Hannesi Hafstein




Þorsteinn hinn björgunarbátur Sigurvonar í Sandgerði