Mikil aflaskip í Hafnarfirði,2017
Núna er maður með annan fótin í Hafnarfirði og þá nær maður oft að mynda flotann sem þangað kemur,
núna um daginn þá lágu þar við höfn tvö mörg merk aflaskip.
Snæfell EA og Sólbakur EA.
Báður þessir togarar voru reyndar eitt sinn í eigu sama fyrirtækis, því að Snæfell EA hét Sléttbakur EA og var fyrst ífiskstogari enn var breytt í frystitogara árið 1987. núna stundar togarinn veiðar sem ísfiskstogari, enn skellir sér af og til á frystinu,
Sólbakur EA hefur lengst heitið Kaldbakur.
Báðir þessir togarar eru á lista yfir þá togara sem ég mun skrifa sögu um eins og ég gerði með togarann Ásbjörn RE.
Vil bara halda áfram að minna á bókina um Ásbjörn RE. .
Þess má geta að samanlagður aldur á þessum tveim skipum er alls 92 ár.
Ansi flottur skýjasveppur hékk ofan við skipin tvö
Sólbakur EA
Snæfell EA myndur Gísli Reynisson