Mikil sjósókn hjá Björg Jónsdóttir ÞH,1981

Það er orðið ansi langt síðan ég fór með ykkur í smá ferðalag aftur í tímann að skoða aflatölur.   Ég hef verið að sýna ykkur mokafla í net og risaróðra hjá togurnunm.


enn núna skulum við sleppa öllu moki, enn samt líta á bát sem fiskaði nokkuð vel á línu.

Förum til Húsavíkur og árið er 1981 og mánuðurinn er maí.  

Þá voru ansi margir bátar gerðir út frá Húsavík og ein útgerðin þar átti eftir að eiga nokkuð marga báta sem allir hétu sama nafni.  þessi bátur sem fjallað er um núna hét Björg Jónsdóttir ÞH 321 og er þessi bátur enn þá til á floti í dag, enn nánar að því síðar. 

Björg Jónsdóttir ÞH hafði verið á netum í apríl og var á netum til 5 mái og skipti þá yfir á línu og fiskaði ansi vel á hana,

Kíkjum á vikurnar,

Vika 1 í maí. aðeins tveir dagar enn báturinn landaði 10 tonnum í einni löndun,

vika 2. frá 3 til 9 maí:  fór tvær ferðir á net og svo 4 á línu og landaði samtals 45,7 tonnumí 6 róðrum og var stærsti róðurinn 21,7 tonn sem er fékkst á línuna,

Vika 3 frá 10 til 16 maí.  Aftur var farið í 6 róðra og aflinn nokkuð góður, 45,1 tonn og var stærsti túrinn 10,2 tonn,

Vika 4 frá 17 til 23 maí.  greinilega gott veður þennan mánuð því aftur var farið í 6 róðra og aflin 30,9 tonn og mest 9,3 tonn,

Vika 5 frá 24 til 30 maí.  aflin 28,9 tonn í 5 róðrum og mest 7,5 tonn,

Samtals gerði því þessi línumánuður hjá Björg Jónsdóttir ÞH 160,5 tonn í 24 róðrum. 

Í Njarðvík hefur þessi bátur legið við bryggju undanfarin ár og er orðin ansi illa lítandi að sjá.  búinn t.d að sökkva þar 



Björg Jónsdóttir ÞH Mynd Ingólfur Árnason,



586 sokkinn í Njarðvík Mynd Gísli Reynisson

Ansi hrörlegur.  Mynd Gísli Reynisson