Mikill eldur í Veidar M-1-G í Noregi. 22 manns bjargað.

Eitt það allra erfiðasta sem getur gert fyrir sjómenn sem eru langt úti frá landi er þegar að eldur kviknar um borð í báti eða togara sem viðkomandi aðili er á


Á Íslandi er bátur sem heitir Þórsnes SH , sá bátur var keyptur til landsins fyrir nokkrum árum síðan frá Noregi og hét í Noregi Veidar.

Nýr Veidar kom í stað  þess sem var seldur til Íslands og sá Veidar var smíðaður árið 2018.

Í gær 1.apríl þá var Veidar á veiðum um 35 sjómílur út frá norðan verðum Noregi þegar að þeir sendu tilkynningu til Norsku strandgæslunnar klukkan 2125 að íslenskum tíma

að eldur væri kominn upp um borð í bátnum.  þá var um borð 22 manna áhöfn. 

og kl 2225 þá kemur varðskipið Andenes á staðinn og þar um borð er tekin stjórn á aðstæðum, enn frekar vont veður var á staðnum

um 17 til 20 metrar á sekúndu.

2245 þá kemur varðskipið Bison á staðinn og björgunarþyrla.

2300 þá er 14 manns af Veidari hífðir um borð í þyrluna og farið með þá til Lekness.  

vegna verðurs þá áttu þyrlur mjög erfitt með að athafna sig 

um borð eru þá 8 manns sem vinna með reykkafara í að loka eldinn af í þeim rýmum sem hann var í.

klukkan 03:00 þá þá er slökkvistarf enn í gangi í bátnum og um borð eru þá þessi 8 sem á Veiðari eru ásamt mönnum frá Andenes.


nokkrum tímum síðan þá tókst að slökkva eldinn enn ennþá er mikil hiti um borð í Veidari, og 8 manna áhöfn Veidars fór yfir í Andenes, enn Bison tók Veidar í tog 

og var planið að draga Veidar inn á grynnri sjó til að vera vissir um að enginn eldur væri í Veidari áður enn að bryggju verður farið,

þegar þetta er skrifað þá er ekki vitað af hverju eldurinn kom upp eða þá hversu mikið tjónið er.

Torfinn Ulla sagði að þetta væri algjör martröð að vera í landi og vita að eldur væri í bátnum því þeir voru svo langt úti, enn mikil léttir að tókst að bjarga áhöfn bátsins.


Eldur í Veidari, Mynd REDNINGSSELSKAPET


Veidar í togi og bakvið hann er Andenes. Mynd Kystvakten

Andenes, Mynd Steffen G Karoliussen

Bison Mynd MAgnar Lyngstad


Veidar  Mynd Kristofer