Miklar breytingar á gamla Mugg KE,2016
Í Sandgerði er plastsmiðjan Sólplast og þar hafa ansi margir bátar farið í gegn í allskonar yfirhalningu og breytingar. Nokkrir bátar hafa verið smíðaðir þar og einn sá þekktasti er Muggur KE. Sá bátur var gerður út frá því hann var smíðaður árið 2008 og Muggur KE rataði oft í fréttir hérna á aflafrettir.is
Báturinn er gríðarlega vel heppnaður bátur og hefur síðuritari t.d séð Mugg KE með 16 tonn í Sandgerðishöfn sem fékkst á 36 bala. og bara Muggur KE þann afla mjög vel
.
Breytingarnar á bátnum
Í desember árið 2015 þá var Muggur KE seldur ásamt öllum veiðiheimildum til Þórshafnar og núna í haust þá var báturinn tekinn í miklar breytingar sem voru gerðar á Siglufirði. og var ansi mikið gert fyrir bátin,
var hann lengdur. settar svalir á bátin og pera. Kjölur var settur á hann og byggt yfir bátinn.
Allt glussakerfið var tekið í gegn og voru settar í bátinn tvær glussadrifnar hliðarskrúfur ein að framan og ein að aftan.
skipstjóri á bátnum er Baldur Reynir Hauksson en hann var lengi skipstjóri á bátum sem Stakkavík í Grindavík gerði út,
Muggur KE fyrir breytingar mynd Gísli Reynisson
Litlanes ÞH ex Muggur KE eftir breytingar. þarna með 10 tonn,