Miklar breytingar á Sólrúnu EA

línubáturinn Sólrún EA sem er gerður út frá Árskógsströnd kom nýverið úr ansi miklum breytingum sem voru í raun ekki planlagðar.

en fyrir um einu ári síðan þá silgdi báturinn á eitthvað sem flaut í sjónum  og skemmdist báturinn nokkuð við það.  

báturinn var tekinn upp á Siglufirði þar sem gert var við til bráðabirgða enn þá byrjaði boltinn að rúlla og í framhaldinu var seinna unnið í því að stækka bátinn umtalsvert enn þó án þess að lengja bátinn

eitthvað mikið á skrokknum,

eins og sést á neðstu myndinni frá Hafþóri þá var báturinn nokkuð langur meðal annars aftan við dekkið  og þó að báturinn líti út fyrir að vera miklu lengri 

þá var hann einungis lengdur um sirka 30 centimetra.  

En  hvað var gert við bátinn.

, Pétur Sigurðsson útskýrði þetta ansi vel Annars er það af breytingunum að frétta að báturinn var í slipp frá 15. febrúar til 25. september. Upphafið að því var árekstur við rekald á Eyjafirð

i fyrir um það bil ári en þá skemmdist skrúfa öxull og gír, hægt var að gera við það til bráðabirgða en ekki talið réttlætanlegt að geyma það lengi að endurnýja búnaðinn.

Því var ákveðið að fara í vélarskipti og allt sem því tilheyrði, fyrirkomulag og uppsetning á vél og gír var frekar leiðileg að okkur fannst og var því öllu snúið við.

Niðurstaðan varð því þessi. Skipt var um aðalvél sett 250 kw Scania,( um 340 hestöfl) ZF V-gír með niðurgíringu 1/3, öxul og 41 tommu skrúfu, vélarúmið var hreinsað út og fært aftur

um þrjá metra án þess að lengja botninn þar sem um það bil þriggja metra skriðbretti var á bátnum fyrir. Settur var metersdjúpur kjölur á bátinn og gír komið fyrir ofan í honum ásamt því að

nýtt stefnisrör með stefnisröralegu var útbúið aftur úr kjölnum. Vélarúmið var allt endurnýjað þ.e.a.s. allar sjó, glussa og raflagnir endurnýjaðar, vökvakerfi allt endrunýjað, skipt um stýri og stýrisbúnað.

Lestin lengd um þrjá metra og jókst þá karaplássið um þriðjung. Dekkið lengdist að sjálfsögðu á sama tíma og var það pláss notað til að útbúa betri aðstöðu fyrir sjómennina gerð

var stakkageymsla innangeng úr stýrishúsi og sett upp nýtt salerni aftast í henni. Settir voru tveir nýjir björgunarbátar og komið fyrir neyðarlúgu upp úr lúgar. Einnig var settur upp nýr uppstokkari og línukerfið aðlagða honum.


Þegar spurt var útí kostnaðinn við þessar breytingar var svarið " það er fallegt veðrið"

heheh ansi gott svar.

enn Pétur áætlaði að kostnaðurinn væri um 70 til 80 milljónir króna við þessar breytingar,


og það má bæta við að síðan að þau keyptu bátinn þá er búið að endurnýja um 60 til 70 % af bátnum.

Kristján Freyr Pétursson er skipstjóri á bátnum og sagði hann í samtali við Aflafrettir að báturinn væri allt annar eftir þessar breytingar. til að mynda gengur báturinn um 1 mílu hraðar

en gamli báturinn gekk þetta 8,5 mílum og 7,5 mílur í land með afla, núna gengur báturinn um 9,5 mílur og rétt niður fyrir 9 mílur í land með afla,

sett var líka stærri skrúfa á bátinn og meiri niðurgírun og þannig næst meiri hraði úr bátnum , þó svo að að vélin sé minni.

gamla vélin var 487 hestöfl en sú nýja 340 hestöfl.

Hvar á báturinn að vera

En þá er komið af því hvar báturin á að vera á aflafrettir, nokkrir hafa haft samband við aflafrettir og bend á að Sólrún EA sé mun stærri bátur enn 21 BT og eigi því heima á listanum

bátar yfir 21 bt.

Báturinn er jú orðinn stærri enn 21 tonn, því hann mælist 25 tonn ´núna, enn báturinn er að róa með 15 þúsund króka eins og flestir bátanna í 21 BT flokknum og rær aðeins með eina áhöfn eins og allir bátanna

nema Margrét GK. sömuleiðis þá hefur báturinn róið frá sinni heimahöfn

og því eru niðurstaðan sú að báturinn verður áfram í flokki báta undir 21 BT eins og báturinn var á áður.


















Myndir Pétur Sigurðsson



Mynd Þorgeir Baldursson


Mynd Hafþór Hreiðarsson