Miklar breytingar á Valdimar GK,,2017

Það hefur lítið sést til línubátsins Valdimars GK sem Þorbjörn á og gerir út.  Valdimar GK landaði síðast í lok mái og réri ekkert eftir það.


Aftur á móti þá er báturinn búinn að liggja við bryggju í Hafnarfirði í allt sumar,.

Það ber ekki utan á honum að eitthvað sé í gangi í bátnum, enn  mjög mikil vinna er búinn að vera í bátnum í allt sumar.  Ljósavélin sem var fyrir í bátnum var orðin of lítil og réri illa við það álag sem á hana var sett.

 Að sögn Hrannars Jón Emilssonar útgerðarstjóra Þorbjarnar þá var  tekin ákvörðun um að setja stærri ljósavél í bátinn.  Sú  ljósavél var tekin úr frystitogaranum Hrafn Sveinbjarnarssyni GK sem er líka í eigur Þorbjarnar.  

Samhliða þessari breytingu á nýrri og stærri ljósavél þá var allt rafmagnið og rafmagnstaflan endurnýjuð og breytt úr 220 voltum og í 380 volt.  

Svona rafmagnsvinna er tímafrek og var því smíðað aðeins aftur á bátnum til öryggis fyrir sjómenn bátsins.  

áætlaður kostnaður við þessar breytingar eru um 60 milljónir króna

Áætlað er að báturinn geti verið kominn á veiðar undir lok þessa mánaðar, enn  mikill kvóti er eftir að veiða hjá bátnum eða um 2700 tonn miðað við úthlutuðan kvóta þetta fiskveiðiár





Gríðarlegt magn af rafmagnsköplum þarf að skipta um.  

Valdimar GK Myndir Gísli Reynisson