Miklar breytingar hjá Aðalbjörgu RE.


Núna er nýjasti dragnóta listinn kominn á síðuna, 
og það sést á honum að það er töluverð aukning á afla dragnótabátanna,

en það er eitt sem vekur athygli, en það er báturinn sem aflahæstur bátanna frá Sandgerði.

Ef litið er yfir bátanna þá er þarna eitt nafn sem á sér hátt í 40 ára sögu í dragnótaveiðum hérna við landið, og að mestu í Faxaflóanum og við Þorlákshöfn og Sandgerði

og þessi bátur hefur síðan hann var smíðaður árið 1987 alltaf verið með sama nafnið.

Aðalbjörg RE 5

útgerð Aðalbjargar RE er löng og spannar hátt í 93 ár, en útgerð bátsins var stofnuð árið 1932.

núna í janúar á þessu ári þá lauk þessari löngu útgerðarsögu bátsins því að fiskvinnslu fyrirtækið Fiskkaup ehf í Reykjavík keypti bátinn með öllum kvóta.

Fiskkaup gerir út línubátinn Jón Ásbjörnsson RE og netabátinn Kristrúnu RE , sem hefur stundað veiðar á grálúðu í net undanfarin ár.

Við þessi kaup á Aðalbjörgu RE þá erum við að sjá eitthvað sem við höfum ekki séð áður,

Fyrir Fiskkaup
því áður en Fiskkaup kaupir bátinn þá var yfir vertíðina útgerð bátsins þannig háttað að hann var að mestu að eltast við kolan og er sá dragnótabátur

sem mest hefur veitt af kola undanfarin ár.    Bátnum var ekki beitt til veiða á þorski, enn hann hafður sem meðafli, 

það sem hefur gerst núna eftir að Fiskkaup kaupir bátinn er að núna er búið að margfalda kvótann á bátnum, 

og núna er ekki einblínt á kolann, heldur þorskinn.

sem dæmi þá veiddi Aðalbjörg RE að mestu sinn eigin kvóta , og til að mynda fiskveiðiárið 2023-2024 þá var þorsk kvóti bátsins um 93 tonn

enn mjög mikið af kola og aflinn hjá bátnum það fiskveiði ár var um 500 tonn, og af þeim afla var aðeins 98 tonn af þorski, hitt var mest allt koli,

 Eftir að Fiskkaup eignast bátinn
núna þetta fiskveiði ár eftir að Fiskkaup eignast bátinn þá er staðan allt önnur

úthlutaður þorskkvóti er um 93 tonn, enn búið er að færa á bátinn gríðarlegan mikinn kvóta eða yfir 700 tonn af þorski á bátinn 

og þetta þýðir að útgerðarmynstur Aðalbjargar RE hefur heldur betur breyst því núna má báturinn svo til veiða eins mikið og hann getur.

Bátur sem á sér mikla sögu, og sú saga heldur áfram eftir þessi kaup Fiskkaups á bátnum.


Aðalbjörg RE að koma til Sandgerðis 20.febrúar 2025, Myndir Gísli Reynisson