Milljón króna áramót hjá Flugöldunni ST,2017
Eins og greint var frá hérna á síðunni um hvaða bátar voru fyrsti til þess að fara á sjóinn.
að þá voru þar nefndir þrír bátar. Ebbi AK. Fönix BA og Flugaldan ST,
Reyndar er nokkuð merkilegt með Flugölduna ST
að ekki var nóg með að Flugaldan ST væri einn af fyrstu bátunum á íslandi til þess að fara á sjóinn árið 2017,
heldur var Flugaldan ST líka síðasti báturinn á íslandi til þess að fara á sjóinn. því að báturinn fór á sjóinn á gamlársdegi 31.desember 2016.
Að sögn Guðmundar Elísassonar skipstjóra á Flugöldunni ST þá fór hann ásamt 14 ára syni sínum Hallgrími Ísaki með 10 bala á sjó 31.desember,
vegna þess að ekki var hægt að landa aflanum þá var hann ísaður í kaf og farið aftur á sjóinn 1.janúar og þá með 14 bala.
Aflinn úr þessum tveimur róðrum sem voru landaðir samtímis var samtals 3,3 tonn og vegna þess að verkfall er í gangi þá fengust um 323 krónur fyrir kílóið að meðaltali.
og gerði því þessi áramóta og nýarstúr samtals tæpa 1,1 milljón króna.
Gummi eins og hann er kallaður smellti af sér selfí um borð í Flugöldunni ST og setti inná Aflafrettir.is facebook síðuna.
Flugaldan ST Mynd Magnús Þór Hafsteinsson
Guðmundur Elísasson skipstjóri og Hallgrímur ísak sonur hans í Flugöldunni ST