Milljón tonna múrinn rofin,,2018
Það koma af og til fréttir hérna á Aflafrettir þess efnis að einhvern hafi náð yfir tölu sem er með 0 í sér. t.d að togari nái yfir 1000 tonnum , eða eitt þúsund tonn, eða þá að smábátur sem nær yfir 100 tonn og svo framvegis
það hafa reyndar ekki komið fréttir á síðuna þess efnis að eitthvað hafi náð yfir eina milljón tonn
þangað til núna,
því að í Noregi eru ansi mörg uppsjávarskip
og Aflafrettir eru búinn að flokka skipin sem eru lengri enn 50 metrar í sér flokk
og þau skip sem eru í þeim flokki hafa núna í ár náð að komast yfir eina milljón tonn í afla,
Samtals hafa þau landað þegar þetta er skrifað alls
1,030,924 tonnum eða einni milljón tonn og 30 þúsund tonn,
Alls eru þetta 78 skip sem eru í þessum flokki og er þetta því um 13 þúsund tonn á skip,
ekki nema fimm skip hafa landað yfir 20 þúsund tonn og er Österbris aflahæstur með rúm 26 þúsund tonn,
skipin hafa landað
531 þúsund tonn af kolmuna
144 þúsund tonn af loðnu,
309 þúsund tonn af síld
og 117 þúsund tonn af makríl,
Österbris mynd Ems Photo