Minnsti báturinn Hópsnes GK kominn í land

núna er klukkan 0141 7.febrúar og ein versta lægð sem hefur sést hérna á landinu er að byrja að ganga inná landið og byrjar 


við Suðvestanvert landið.  nánar tiltekið á Suðurnesjunm ,

þegar þetta er skrifað þá er vindur kominn í yfir 30 metra á sekúndu við Reykjanesvita og um 40 metra í hviðum,

Öll í vari
öll fiskiskip landsins sem voru úti flúðu miðin og fóru í var t.d frystitogarnir sem voru að veiðum djúpt úti af Grindavík

þau fór inn í Faxaflóann og liggja í vari  undir Stapanum.  þar eru t.d Vigri RE, Baldvin Njálsson GK Örfrisey RE og Klakkur

sem er línubátur frá Færeyjum,

Allir minni bátar komnir í land.....nema
Allir minni bátarnir voru komnir í land..     ja nema einn bátur,

Þeir félgar Axel Már og Ívar Þór Erlendsson skipstjóri fóru út um hálf fjögur 6.febrúar á Hópsnesi GK sem er í eigu Stakkavíkur

og er þessi bátur 29 tonna plastbátur.

þeir fóru út með 24 bala og alveg öfugt við allra aðra báta í þessum stærðarflokki sem allir voru á leið í land þá fóru þeir 

út og lögðu línuna útaf Sandgerði á þekktri línuslóð.

vel gekk að leggja línuna og draga, enn þegar leið á dráttinn þá var veður byrjað að versna eins og hafði verið spáð, og uppúr miðnætti þá lauk 

Ívar skipstjóri skynsamur.

línudrættinum og framundan tók þá við sigling til Sandgerðis í mjög svo þungum sjó,  til að fá ekki ölduna beint framan á bátinn þá 

ákvað Ívar skipstjóri að sigla áleiðis að Hvalsnesi til þess að fá ölduna aðeins ská á bátinn, enn þannig var hægt að 

minnka áhættuna með að fá brot á bátinn. 

þegar nær dró Sandgerði þá var sjóinn orðinn skárri og var því hægt að taka stefnuna í innsiglinarrennuna og í Sandgerðishöfn,

Ívar sagði að veðrið hefði verið orðið arfavitlaust, enn allt gekk vel og veiðin hjá þeim Ívari og Axel var góð

eða um 5,5 tonn á þessa 24 bala sem gerir um 230 kg á bala.

Tvær myndir eru hérna enn þær eru ljósmyndir teknar af story sem að Axel bjó til

Landað verður úr bátnum þegar veður lægir um morguninn 7.febrúar






Hópsnes GK mynd Gísli reynisson 

Ívar skipstjóri á Hópsnesi GK mynd Gísli Reynisson 

Axel már