Minnsti netabáturinn í mokveiði,,2018


Þorskveiði hjá þeim netabátum sem  hafa verið á þeim veiðum núna  í ágúst hefur verið ansi góð.  helst eru það bátarnir hans Hólmgríms eins og Maron GK og Halldór Afi GK sem hafa verið á þeim veiðum í Faxaflóanum,

þó hefur annar netabátur líka verið að róa sem er langtum minni heldur en hinir bátarnir,

Þessi bátur heitir Stekkjarvík AK og er ekki nema um 7 tonn af stærð.  

Stekkjarvík AK er í eigu Guðmund Elíassonar sem á líka Flugölduna ST.

Gummi var búinn að vera með bátinn á grásleppunni og hélt síðan áfram með bátinn og skipti yfir í þorskanetin og var á þeim í júlí og gekk þokkalega,

núna í ágúst þá gekk feikilega vel og í 11 róðrum þá lönduðu þeir feðgarnir 30,1 tonni og mest 5,4 tonn í einni löndun sem er fullfermi hjá þessum litla netabáti,

Allur aflinn fór á fiskmarkað og er planið að róa eitthvað fram á haustið á Stekkjarvík AK á netunum ,

 5 tonna mokveiðitúrinn
Stekkjarvík AK réri með 5 trossur og má geta þess að þrír róðranna voru um og yfir 4,5 tonn og sá stærsti eins og áður sagði 5,4 tonn.  

í stóra róðrinu þeirra sem samtals var 5,4 tonn þá voru þeir komnir með um 3 tonn í bátinn og öll kör voru þá orðin full, fóru þeir þá í land því þeir vildu ekki hafa laust á dekkinu.  fóru svo út og sóttu restina og voru samtals með 5,4 tonn í 5 trossur




Stekkjarvík AK að koma með 4,5 tonn í land.  Mynd Frá Elías Hallgrími Guðmundssyni