Mok hjá Ella P SU, tæp 11 tonn á 20 bala, 2017

Já það var ekki bara Kiddi á Betu VE eða Teddi á Auði Vésteins SU sem voru að mokveiða, því að Elís Pétur Elísson skipstjóri á Ella P SU lenti líka í þessari mokveiði sem hinir voru í.


Elli P SU er reyndar mun minni bátur enn hinir tveir og rær því þar af leiðandi með minni línu.  

Á þremur dögum þá hefur Elli P SU landað tæpum 27 tonnum,

Fyrst kom hann með 10,3 tonn sem fékkst reiknað á 22 bala eða 468 kíló á bala,

milliróðurinn var 5,5 ton,

enn síðan kom annar fullfermistúr og var hann 10,8 tonn.  Fékkst sá afli á 9 þúsund króka eða 20 bala.  þetta gerir um 540 kíló á bala og er það bara ekkert annað enn mok.  Sagði Elís að hann hefði verið í þeim róðri aðeins norðar enn í fyrri 10 tonna túrnum.  stímið var um 3 og hálfur tími.  


Elli P SU með fullfermi á Breiðdalsvík.  

Myndir Elís Pétur Elísson.