Mok hjá Indriða Kristins BA. yfir 500 kíló á bala,2018



Það kom ansi mikil brælutíð núna um síðustu helgi enn eftir að veðri slotaði þá hefur veiðin verið ansi góð.  Minni línubátarnir í Breiðarfirðinum , út frá Sandgerði og Austurlandinu hafa allir fiskað vel

Einn af þeim er Indriði Kristins BA.  núna frá áramótum þá hefur báturinn fiskað um 87 tonn í 9 róðrum eða 9,7 tonn í róðri.  eins og staðan er núna þá er báturinn fjórði aflahæsti báturinn í flokki báta yfir 15 BT, og í raun annar aflahæsti af plastbátunum því einungis Kristinn SH er með meiri afla,

Stærsti róður Indriða Kristins BA var núna fyrir nokkrum dögum síðan var 18 tonn sem landað var á Tálknafirði.  

Indriði Kristinn Guðjónsson skipstjóri á Indriða Kristins BA rær á móti bróðir sínum Magnúsi.   Þessi 18 tonna róður er ekki stærsti róður bátsins því að fyrir 2 árum síðan svo til sama dag þá kom bróðir hans með 18,3 tonn í einni löndun.

Indriði sagði í samtali við Aflafrettir að þótt að bróðir hans hafi komið með meiri afla í land í einni löndun þá var það á fleiri króka,  sá túr var á 17000 króka eða um 38 bala og er það 482 kíló á bala.  

Túrinn sem að Indriði var með núna var 18 tonn enn á 14500 króka og gerir það 32 bala og er það því 563 kíló á bala.  og það er mokveiði .  Sagði Indriði að þeir hafi verið á veiðum um 12 mílur vestur af Látrabjargi

Indriði sagði að aflinn hefði farið á fiskmarkað þótt að landað sé á Tálknafirði sem er heimahöfn bátsins.  

verðið var helst til lágt eins og hann sagði sjálfur 8 + þorskur á 260 og blandaður góður á 220.  

Allur aflinn var í lestinni og eitthvað var laust ofan á körunum í bátnum 


Indriði Kristins BA mynd Gísli Reynisson