Mok hjá Sóley Sigurjóns GK. 137 tonn á 36 klukkutímum,2017
Það hefur lítið farið fyrir togarnum Sóley Sigurjóns GK núna á þessu ári. Togarinn var frá veiðum í um 2 mánuði vegna þess að verið var að skipta um togspil og gislaspilin,
nýi spilin eru nokkuð öflug eða um 40 tonn hvort spil.
Togarinn hóf veiðar núna í maí og óhætt er að segja að nýju spil eru að koma feiklega vel út. því togarinn sem hefur verið að veiðum á Fjöllunum í kringum Eldey, hefur fiskað ansi vel og sérstaklega í síðustu 2 túrum.
þegar þetta er skrifað þá hefur togarinn landað 396 tonn í þremur löndunum eða 132 tonn í löndun
þeir lentu heldur betur í mokveiði í síðasta túr því þeir komu með í höfn alls 137 tonn þar sem að þorskur var uppistaðan í aflanum eða 117 tonn.
þennan afla fengu þeir á aðeins 36 klukkutímum við veiðar eða rúmlega 2 daga höfn í höfn,
þetta gerir á dag í kringum 70 tonn,
áhöfnin á togaranum eru ekkert hættir því núna þegar þetta er skrifað þá eru þeir að landa öðru fullfermi um 136 tonnum sem fékkst líka eftir um 2 daga á veiðum
er því togarinn kominn yfir 500 tonnin núna í maí
einn galli er á þessum. þeir landa í Keflavík, enn ekki í Sandgerði. hmm. strákar þið reddið því :)
Sóley Sigurjóns GK Mynd Halli Hjálmarss