Mok í netin útfrá Sandgerði,2020
Það er ekkert lát á mokinu í netin og bátarnir sem eru á netum frá Sandgerði hafa þurft að fækka trossum en samt sem áður er allt fuillt hjá þeim,
í dag 26.feb þá kom t.d Sunna Líf GK með allt fullt en þurfti að skilja eftir 2 trossur í sjó. var þá búinn að draga 3 trossur
og í þeim voru um 7 til 8 tonn.
Halldór Afi GK var með sirka um 8 tonn í 4 trossur
Hraunsvík GK fækkaði um eina trossu og var aðeins með 3 trossur en samt í þær fékk báturinn um 7 tonn.
síðan kom Bergvík GK og þar er Hafþór aðeins einn á bátnum og var hann með um 5,5 til 6 tonn í aðeins 2 trossur.
það má geta þess að á Hraunsvík GK og Sunnu Líf GK eru 2 menn á bátnum, en 3 á Halldóri Afa GK
og stóru netabátarnir Langanes GK og Erling KE voru báðir með um og yfir 25 tonn eftir daginn






Allt fullt hjá Sunnu Líf GK

Sunna Líf GK úr fyrri róðri, fór síðan aftur út og dró restina

Hraunsvík GK kemur til hafnar með öll kör full

Séð á Hraunsvíkina GK

Bergvík GK sem Hafþór er með. 2 trossur.
Myndir Gísli reynisson