Mokið fyrir vestan dró 6 SH báta þangað,2016
Í sumar þá fengum við að fylgjast með hérna á þessari síðu mokveiðinni sem Ásdís ÍS og Finnbjörn ÍS ásamt Egil ÍS voru í á dragnótinni í Aðalvík og voru þá að landa í Bolungvarvík,
núna í september þá hefur þessi góða og mikla veiði sem hefur verið í Aðalvík haldið áfram, og Ásdís ÍS og Finnbjörn ÍS hafa báðir fiskað vel núna í september. Báðir komnir í 130 tonn og báðir mest með um 22 tonn,
Þessi góða og mikla veiði hefur dregið fleiri dragnótabáta vestur því ansi margir bátar frá Snæfellsnesinu hafa farið þarna vestur og já mokveitt.
STeinunn SH og Rifsari SH fóru strax þarna vestur snemma í september enn báðir bátarnir hættu veiðum þar um miðjan mánuðinn. Sem er svo sem skiljanlegt. því veiðin var svo mikil að það hefði gengið langt á kvótanna hjá báðum bátunum hefðu þeir beitt sér að fullu.
Steinunn SH landaði 253 tonn í 9 róðrum og mest 55 tonn í róðri
Rifsari SH var með 148 tonn í 6 róðrum og mest 35 tonn í róðri,
þeir voru fleiri sem þangað fóru. Esjar SH var þarna og landaði hann öllum afla sínum í september í Bolungarvík eða 126 tonnum í 10 róðrum.
MAtthías SH fór þarna vestur undir lok september og mokveiddi og landaði 110 tonnum í 5 róðrum
Magnús SH var líka þarna og landaði 81 tonn í 3 róðrum enn reyndar skal hafa í huga að það vantar afla tölur inní þennan afla.
Egill SH skrapp þarna vestur líka og landaði tvisvar 33 tonnum .
Samtals eru þetta því sex bátar frá Snæfellsnesinu sem fóru vestur til Bolungarvíkur og lönduðu þeir alls 718 tonnum þarna fyrir vestan
Rifsari SH Mynd Þröstur Albertsson