Mokufsaveiði á handfærin ,2019
Ufsinn er ansi erfiður fiskur oft að veiða. stundum er hægt að moka honum upp og svo kemur fyrir að lítið veiðist af honuim þótt farið sé á sömu
slóðir og góð veiði fékkst áður,
Undanfarin sumur þá hafa nokkrir handfærabátar frá Sandgerði lagt sig í það fara á svæðið í kringum Eldey og þar út með og reyna við ufsan,
núna í sumar þá má segja að þessi veiðiskapur hafi gengið mjög vel,
þrír bátar frá Sandgerði hafa verið á handfæraveiðum á þessum slóðum,
Tjúlla GK er minnsti báturinn og hefur landað 17,4 tonnum af ufsa í 4 róðrum og mest 6,3 tonn af ufsa í einni löndun,
Margrét SU sem er eikarbátur hefur landað 28,4 tonn í 6 róðrum og mest 6,7 tonn í róðri,
og síðan er það Ragnar Alfreðs GK,
Ragnar Alfreðs GK hefur um mörg árabil verið sá smábátur sem hefur veitt hvað mest af ufsa.
og núna í sumar þá hefur veiðin hjá bátnum verið feikilega góð
Ragnar Alfreðs GK er búinn að landa um 50 tonnum af ufsa í 7 róðrum og mest 11,3 tonn í róðri.
Núna í júlí þá hefur báturinn landað tvisvar alls um 22 tonnum ,
Róbert Georgsson sagði í samtali við AFlafrettir að nýjasti túrinn var ekki nema 21 klukkutíma langur en komið var í land með fullfermi
eða um 11,3 tonn,
Sagði Róbert að mikið væri af ufsa þarna á svæðinu en hann ætlaði þó aðeins að fara í einn róður á ufsanum í viðbót og síðan á makrílin,
Ragnar Alfreðs GK mynd Gísli Reynisson